Enska úrvalsdeildin

West Bromwich Albion 0:2 Manchester United

Loksins kom að því að maður horfði á þægilegan deildarleik með Manchester United. Þeir hafa ekki verið margir svona leikir í vetur, síður en svo, en í dag hafði maður í raun aldrei áhyggjur af stöðu mála. Eitthvað sem ég bjóst ekki við þegar ég vaknaði í morgun enda hafa WBA verið að spila ágætan (vöðva)bolta í vetur.

Mourinho stillti upp liðinu svona í dag:

1
De Gea
36
Darmian
5
Rojo
4
Jones
25
Valencia
6
Pogba
16
Carrick
21
Herrera
14
Lingard
9
Ibrahimovic
10
Rooney
Lesa meira

Enska bikarkeppnin

Manchester United 2:1 Everton

Við erum komnir í úrslit í FA bikarnum! Vá, þetta var frábær leikur í dag og fyllilega verðskuldaður sigur hjá okkur mönnum. Þurftu reyndar að hafa fullmikið fyrir honum að mínu mati, svona miðað við yfirburðina í fyrri hálfleik, en það er það bara allt í lagi því svona sigrar eru hvort sem er alltaf sætari en einhver öruggur 3-0 sigur, erum við ekki bara sammála um það? Lesa meira