Áhorfendum á Old Trafford þótti það viðeigandi að baula á leikmenn United eftir markalaust jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Frammistaðan gegn Palace, sem situr í 15 sæti í deildinni og hefur ekki unnið leik síðan í september, var slík að United ætti að prísa sig sæla að hafa fengið eitt stig í dag því þessi leikur hefði hæglega getað tapast. Við getum þakkað leikmönnum Crystal Palace fyrir þeirra klúður fyrir framan markið og David de Gea, sem tóka eina góða vörslu frá þeim í seinni hálfleik.
Hull enn og aftur…
Í þriðja skiptið á 23 dögum og í fjórða skipti á tímabilinu mun Manchester United spila gegn Hull City. Leikir liðana á þessu tímabili geta nú seint talist sem augnakonfekt fyrir knattspyrrnuaðdáendur, United hefur náð að knýja fram iðnaðarsigra í tveimur leikjum en á fimmtudaginn í síðustu viku vann Hull seinni leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins. Þjálfarinn okkar sagði reyndar að sá leikur hafi endað með jafntefli en það er önnur saga!
Stefnubreyting í leikmannasölum?
Í gær voru fréttir þess efnis að tilboði Lyon í Memphis Depay hafi verið samþykkt, hann ætti aðeins eftir að semja um kaup og kjör og gangast undir læknisskoðun. Talið er að United fái 16 milljónir punda í sinn vasa, en sú upphæð gæti endað í tæpum 22 milljónum. Er þetta annar leikmaðurinn sem José Mourinho selur núna í janúarglugganum, sá fyrri var auðvitað Morgan Schneiderlin sem Everton borgaði 20 milljónir fyrir en gæti þurft þurft að reiða fram 4 milljónir í viðbót ef Morgan stendur sig vel, sem mun eflaust gerast.