Það er búið að vera einstaklega gaman að vera United stuðningsmaður þessa vikuna eftir glæsilegan sigur liðsins gegn City síðasta sunnudag, en núna er víst komið að því að halda göngunni áfram í átt að titlinum því á morgun klukkan 15:00 verður flautað til leiks á Old Trafford í viðureign Manchester United og Sunderland. Martin O’Neill og lærlingum hans hefur ekki gengið vel í deildinni í vetur en um síðustu helgi unnu þeir þó góðan heimasigur gegn Reading og lyftu sér upp í 16 sætið í deildinni.
Leikmaður nóvembermánaðar?
Þá er komið að því að kjósa besta leikmann Manchester United í nóvembermánuði en þetta er nýr liður hér á síðunni sem við ætlum að vera með í hverjum mánuði héðan í frá. Við höfum tekið saman lista yfir þá leikmenn sem er vert að gefa séns í þessari könnun, ef þið eruð okkur ósammála þá endilega kjósið aðra leikmenn í athugasemdakerfinu.
Leikir United í nóvember voru eftirfarandi:
Reading á morgun
Það er allt vitlaust að gera í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana, maður er rétt að ljúka yfirferð sinni á leikjum fjórtándu umferðar þegar sú fimmtánda er komin í gang. Á morgun sækja okkar menn Reading heim á Madejski vellinum í Berkshire héraði í Suður Englandi. Fyrir fram ætti þetta að teljast frekar léttur leikur fyrir United þar sem Reading hefur alls ekki vegnað vel í deildinni það sem af er tímabils. Þeir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með 9 stig, sem þeir hafa önglað saman með einum sigri og sex jafnteflum.
Laun leikmanna?
Fótbolti.net birti frétt á vefnum sínum í dag um lista sem hugsanlega inniheldur launatölur leikmanna Manchester United. Hann lítur út svona:
- Wayne Rooney – £180,000
- Robin van Persie – £180,000
- Rio Ferdinand – £110,000
- Nemanja Vidic – £90,000
- Ashley Young – £90,000
- Patrice Evra – £75,000
- Ryan Giggs – £70,000
- Javier Hernandez – £60,000
- Shinji Kagawa – £60,000
- Antonio Valencia – £60,000
- Michael Carrick – £55,000
- David De Gea – £50,000
- Danny Welbeck – £50,000
- Darren Fletcher – £50,000
- Jonny Evans – £45,000
- Andres Lindegaard – £45,000
- Luis Nani – £45,000
- Chris Smalling – £40,000
- Phil Jones – £40,000
- Rafael da Silva – £40,000
- Paul Scholes – £30,000
- Alexander Buttner – £25,000
- Angelo Henriquez – £20,000
- Tom Cleverley – £20,000
- Federico Macheda – £6,000
- Nick Powell – £5,000
Hvað finnst ykkur um þetta, teljið þið þetta líklegan lista? Eru menn að fá borgað það sem þeir eiga skilið?
Annars komu líka þær fréttir í dag að á morgun (miðvikudag) verður það tilkynnt að skuldir Manchester United séu nú komnar undir 400 milljónir punda og mun það vera í fyrsta skiptið sem það gerist síðan Glazer fjölskyldan keypti klúbbinn í maí 2005. Þetta er svolítið eins og að fagna 10-0 tapi í dag eftir 20-0 tapið í gær, en hey, við tökum öllum fjárhagslegum framförum með fegins hendi, ekki satt?
Aston Villa 2:3 Manchester United
Enn einn háspennuleikurinn hjá Manchester United á þessu tímabili, að þessu sinni gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham. Villa þurfti nauðsynlega á stigum að halda því liðin fyrir neðan náðu jafnteflum fyrr í dag, fyrir utan QPR sem tapaði enn einum leikum. Villa eiga líka erfiða leiki framundan gegn Man City og Arsenal þannig að það var mikilvægt fyrir þá að koma grimmir til leiks og reyna að hirða einhver stig. Stigin voru ekki síður mikilvæg fyrir United þar sem Man City og Chelsea eiga ansi erfiða leiki fyrir höndum á morgun gegn Tottenham og Liverpool, töpuð stig þar geta sett rauðu djöflana í góða stöðu.