Klukkan 15:45 í dag verður dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Síðasti vetur var okkar slakasti í sex ár í Meistaradeildinni þannig að held að við séum flest nokkuð bjartsýn á að Man Utd geri a.m.k betur en síðasta vetur. Það eru þó margir mjög sterkir klúbbar sem gætu dregist í riðil með United, þetta gæti því orðið erfiður vetur. Við skulum svo sannarlega vona að við fáum frekar léttan drátt seinni partinn í dag.
Verður Nani seldur??
Þær fréttir berast nú í morgunsárið að Zenit frá Pétursborg í Rússlandi sé á eftir Nani og hafi boðið 25 milljónir punda í piltinn. Það eru eflaust skiptar skoðanir um Nani en það er engin spurning að maðurinn hefur reynst liðinu mikilvægur og bjargað því upp á sitt einsdæmi, trekk í trekk. Þegar Nani er að spila á 100% afli þá er hann einn besti maður deildarinnar, engin spurning. Löstur hans er hinsvegar stöðuleiki, við erum ekki að sjá hans rétta andlit nema í kannski 30% leikja, restina af tímanum er hann svo sem að spila ágætlega, en virkar samt hálf bitlaus miðað við þann Nani sem við viljum alltaf sjá. Oft er hann svo að taka stórkostlega vondar ákvarðanir á mikilvægum tímapunktum, til dæmis í lok leikja þar sem Man Utd þarf á marki að halda.
Rooney lengur frá?
Áhorfendur sáu Rooney skerast ansi illa á laugardaginn þegar Rodallega steig óvart ofan á innanvert lærið á honum. Ferguson talaði um fljótlega eftir leikinn að Rooney yrði frá í kringum fjórar vikur en nýjustu fréttir herma að skurðurinn reyndist mun verri en fyrsta skoðun gaf til kynna. Til að sauma Rooney saman þurfti víst að svæfa hann en skurðurinn ku hafa verið alveg inn að beini, sem er hrikalega brútal því það er ekki eins og Rodallega hafi notað beittan eldhúshníf. Talað er nú um að fjarvera Rooney gæti orðið nær tveimur mánuðum ef lærvöðvinn hefur orðið fyrir einhverjum skemmdum.
Byrjunarliðið gegn Fulham
De Gea
Rafael Carrick Vidic Evra
Cleverley Anderson
Valencia Kagawa Young
Van Persie
Jáhá, heilar fimm breytingar frá leiknum gegn Everton. Rafael kemur inn í hægri bakvörðinn, Valencia settur í sína venjulegu stöðu á kostnað Nani sem var ekki upp á sitt besta s.l. mánudag. Young kemur inn fyrir Welbeck og síðan sjáum herra Robin van Persie í byrjunarliðinu, og það á kostnað Rooney. Það kemur mér aðeins á óvart, ég bjóst við að Ferguson myndi byrja með þá báða í þessum leik, en gamli er greinilega á annari skoðun. Anderson kemur svo inn fyrir Scholes í djúpa miðjumanninn. Þrátt fyrir töluverðar breytingar sjáum við sama kerfi og gegn Everton, ég veit að þetta er það sem koma skal, en einhverja hluta vegna verð ég hissa þegar ég sé Man Utd ekki spila einhverja útgáfu af 4-4-2.
Byrjunarliðið gegn Everton
Jæja, fyrsti leikur tímabilsins, gegn Everton, að fara í gang eftir rúman klukkutíma og liðið er auðvitað klárt. Kíkjum á:
De Gea
Valencia Carrick Vidic Evra
Scholes Cleverley
Nani Kagawa Welbeck
Rooney
Stærstu fréttirnar eru þær að Ferguson velur Welbeck framyfir Van Persie. Það ætti kannski ekki að koma svo mikið á óvart, það er ekki óvenjulegt að glænýir menn byrji á bekknum. Hinsvegar, þegar við erum að tala um menn af þeirri stærðargráðu sem Van Persie er þá bjóst maður nú við því að sjá hann frammi með Rooney. Eins og flestir vita er varnarlínan hjá okkur frekar lömuð þessa dagana þannig að Valencia er í hægri bakverði og Carrick frontar svo vörnina með Vidic (sem er frábært að sjá aftur í liðinu!). Þar sem Carrick er dottinn í vörn þá falla Shcoles og Cleverley aðeins aftar á völlinn, og síðan eru Nani, Kagawa og Welbeck þar sem við könnumst við þá.