Á morgun klukkan 16:15 er Manchester United er að fara að spila undanúrslitaleik í FA bikarnum á Wembley Stadium. Í gegnum árin hefur United verið tíður gestur á Wembley, hvort sem það var í Samfélagsskildinum, deildarbikar nú eða jafnvel í úrslitaleik Meistaradeildar. Hlutirnir hafa hinsvegar ekki alltaf gengið upp hjá okkur í FA bikarnum síðan liðið vann bikarinn árið 2004. United hefur tapað í úrslitum gegn bæði Arsenal (2005) og Chelsea (2007) og svo tapað undanúrslitum gegn einmitt Everton (2009) og Man City (2011). Þrátt fyrir að þessi bikar hafi vafist fyrir okkur þá hafði liðið alltaf í nógu að snúast á öðrum vígstöðvum og verið í bullandi séns að vinna aðra titla. Þar af leiðandi hefur la-la árangur í FA bikarnum kannski ekki truflað okkur svo mikið.
Manchester United 1:1 West Ham
Ég veit ekki með ykkur en ég er löngu hættur að pirra mig þegar United klikkar á því að vinna leiki á mikilvægum tímapunktum. Samkvæmt allri tölfræði átti United að klára West Ham á heimavelli í dag, það þurfti ekki að vera fallegt, það þurfti bara að klárast. Það gekk auðvitað ekki upp eins og allt annað á þessu tímabili. Það er enn smá glæta að við getum fagnað einhverju á þessu tímabili en útlitið er satt best að segja ekki gott. Við þurfum að vinna Liverpool í vikunni með meira en tveimur mörkum til að komast áfram í Evrópudeildinni, og núna þurfum við líka að ferðast til London í þeim tilgangi að spila annan bikarleik á mjög erfiðum útivelli gegn West Ham. Frábært!
Bikarslagur gegn West Ham
Á morgun mætir West Ham í heimsókn á Old Trafford í 8 liða úrslitum FA bikarkeppninnar. Það má færa rök fyrir því að þetta sé einn síðasti séns United að afreka eitthvað á þessu tímabili, útlitið er ekki gott í deildinni sem stendur og þó svo liðið eigi seinni leikinn eftir gegn Liverpool í Evrópudeildinni, þá gæti róðurinn orðið ansi þungur í þeirri viðureign. West Ham hefur staðið sig best allra gegn „stóru liðunum“ (hvað sem það þýðir nú í dag) á Englandi á þessu tímabili þannig að leikurinn á morgun verður allt annað en auðveldur.
Manchester United 1:0 Sheffield United
Manchester United er komið áfram í 4. umferð FA bikarins eftir 1-0 sigur á Old Trafford í dag. Rennum yfir helstu atriði leiksins. Liðið í dag var svona skipað:
Varamenn: Romero, McNair, Varela, Lingard (60), Pereira (78), Memphis (60), Keane.
Leikurinn var flautaður á klukkan 17:30. Á 45 mínútu flautaði dómarinn til háfleiks. Á 60 mínútu gerði Man Utd tvöfalda skiptingu þegar Memphis og Lingard komu inn fyrir Mata og Herrera. Á 78 mínútu kom svo Pereira inn fyrir Fellaini. Á 93 mínútu rennir Dean Hammond sér í glórulausa tæklingu á Memphis inn í teignum og úr því varð vítaspyrna sem Rooney skoraði örugglega úr. Leikurinn var svo flautaður af eftir 96 mínútur.
Manchester United 1:2 Norwich City
Ég var einn af þeim sem hékk á Moyes vagninum allt of lengi, kallandi eftir því að hann fengi meiri tíma til að setja mark sitt á liðið. Eftir að hann var látinn fara þótti mér það auðvitað deginum ljósara að hlutirnir voru ekki, og voru aldrei að fara að ganga upp hjá honum. Það var ekki endilega leikstíllinn, þó mér hafi aldrei fundist hann ásættanlegur, heldur var það hreinlega vinnuframlag leikmanna á vellinum. Þeir virtust ekkert spenntir fyrir því að spila fyrir Manchester United og um leið og eitthvað á bjátaði gáfust menn bara upp og lögðust í kör, í stað þess að leggja gjörsamlega allt í sölurnar, sem var svo algegnt viðhorf undir stjórn Alex Ferguson.