Á morgun mætir West Ham í heimsókn á Old Trafford. United hefur haft ágætis tök á West Ham í gegnum tíðina, sérstaklega á heimavelli, og ég held að við þurfum að fara einhver 5 ár aftur í tímann til að finna tapleik gegn Hömrunum, þá í deildarbikarnum gegn „varaliði“ United. Þó þetta verði án efa erfiður leikur, enda West Ham í spræklari kantinum þetta tímabilið, þá er þetta einn af þessum leikjum sem United verður hreinlega að vinna, tap eða jafntefli er bara ekki ásættanleg niðurstaða, ekki á Old Trafford. West Ham vörnin hefur lekið svolítið að mörkum á þessu tímabili og vegna meiðsla í hópnum verður framlínan hjá þeim mun bitlausari en áður (þessi setning á örugglega eftir að bíta mig í rassinn).
Crystal Palace 0:0 Manchester United
Enn eitt 0-0 jafntefli staðreynd í dag gegn annars spræku Crystal Palace liði, þetta er þriðja 0-0 jafnteflið í röð en ansi frábrugðið því fyrsta gegn Man City á Old Trafford. Þar var ákveðinn kraftur í liðinu, menn voru skipulagðir og duglegir í að loka á andstæðinginn. Vissulega var sóknaleikurinn ekkert sérlega glæsilegur þá, en það var nú mest megnis góðri vörn Man City að þakka. Í dag aftur á móti var heldur dapurlegra að horfa á liðið. Crystal Palace eru með asskoti gott lið, sérstaklega fram á við, en þeir eru langt frá því að vera með sterka varnarlínu. Í dag hinsvegar reyndi nákvmælega ekkert á vörn Palace því sóknarleikur United steindrapst um leið og liðið kom fram yfir miðju.
Arsenal 3:0 Manchester United
Arsenal hreinlega valtaði yfir Manchster United í dag á Emirates vellinum í London. Þeir mættu til leiks miklu grimmari og gerðu út um leikinn á fyrstu 20 mínútunum með þremur mörkum. Þeir voru mættir í alla bolta, pressuðu hátt, voru hreyfanlegir og blússandi hraðir fram á við. Varnarlína Man Utd, og miðja, var hreinlega í panic mode og réði ekki neitt við neitt. Skoðum þetta aðeins.
Myndasyrpa frá Chicago
Ég tók þá skyndiákvörðun að henda mér til Chicago, frá New York, í þeim tilgangi að sjá okkar menn spila gegn PSG. Þetta var kannski ekki alveg það skynsamlegasta sem mér gat dottið í hug þar sem ég var að vinna til miðnættis á þriðjudeginum og átti svo að vera mættur aftur á föstudeginum. Ég hafði því 48 tíma til að keyra til Chicago og til baka, samtals 2600km.
Liðið klárt gegn Club Ameríca
Byrjunarliðið sem Louis Van Gaal stillir upp gegn Club Ameríca er einhvern veginn svona:
Ég er ekki alveg klár á því hvort þetta verði sú taktík sem verði notuð, Carrick og Schneiderlin munu líklega spila aðeins aftar á miðjunni, og kannski mun Rooney spila einn upp á topp, með Mata í holunni og Young og Memphis á köntunum. Við sjáum til!
De Gea og Valencia eru víst smávægilega meiddir.