Það er erfitt að vera eitthvað dapur yfir tapi Manchester United á Stamford Bridge í dag. United spilaði vel, alveg á pari við þá leiki sem liðið hefur spilað undanfarið. Van Gaal sagði meira að segja eftir leikinn að þetta hafi verið besti leikur United í vetur. Hvort það sé nú rétt eða ekki þá er Chelsea alveg spes í því hvernig þeir spila, þeirra leikur snýst alfarið um að vera þéttir fyrir [footnote]PARK THE BUS![/footnote] og nýta sér þau mistök sem mótherjinn gerir. Í dag gerði United tvö mistök, eitt af þeim skapaði mark Chelsea og í hinu tilfellinu endaði boltinn í þverslánni hjá okkar mönnum. Að öllu öðru leyti stjórnaði United öllu á vellinum án þess þó að finna markið sem vantaði svo sárlega.
Besta byrjunarliðið – Sigurjón
Í síðustu leikjum Manchester United hefur Louis van Gaal stillt upp í 3-4-1-2 uppstillingu sem hefur farið mikið í taugarnar á stuðningsmönnum United. Við hér á ritstjórninni munum á næstu dögum birta okkar skoðanir á því hvernig best væri að stilla upp liðinu, við vitum jú auðvitað miklu betur en Louis van Gaal!
Fyrirkomulagið er þannig að við birtum tvo byrjunarlið, eitt sem á að rúlla upp QPR á heimavelli og annað sem á að ná í sigur á Stamford Bridge gegn Chelsea. Runólfur birti sína færslu á mánudaginn. Í fyrradag kom Bjössi með sitt álit og í gær lét Spaki maðurinn ljós sitt skína. Nú er komið að Sigurjóni:
Manchester United 3:0 Hull City
Loksins kom þægilegur og stresslaus laugardagur fyrir framan sjónvarpið. Okkar menn voru á tánum í dag gegn Hull City, virtust afslappaðir á boltanum og fullir sjálfstrausts. Van Gaal plataði alla (sérstaklega Steve Bruce) með því að láta okkur halda að hann ætlaði að byrja leikinn með 3 manna vörn, en þegar leikurinn fór af stað kom í ljós að liðið leit svona út:
Bekkurinn: Lindegaard, Blackett, McNair, Fletcher, Herrera, Januzaj, Falcao.
Hull(umhæ) á morgun (vonandi)!
Maður hefur svifið hátt síðustu 6 daga eftir frækinn sigur á Arsenal. Á morgun er þó kominn tími til að koma niður á jörðina, stilla miðið og afgreiða Hull sem kemur í heimsókn á Old Trafford. United hefur sigrað Hull í síðustu 6 leikjum sem liðin hafa spilað og skorað 3 mörk eða meira í síðustu 4 leikjum. Þetta ætti því að vera algjör skyldusigur en við þekkjum þó okkar menn, stundum vilja svona leikir vefjast fyrir þeim. United eru þó á góðu róli á Old Trafford, hafa ekki tapað þar síðan í fyrsta leik tímabilsins gegn Swansea á meðan Hull hafa tapað 3 leikjum í röð í deildinni. Vinni United á morgun verður það í fyrsta skipti í heilt ár sem liðið vinnur 3 leiki í röð (what?)!
WBA 2:2 Manchester United
Því miður þá þarf ég að skrifa skýrslu um tvö mikilvæg stig töpuð í kvöld. Eins og leikurinn þróaðist þá ætti maður kannski bara að vera sáttur með að hafa bjargað stigi í lokin, en þetta var mjög týpískur leikur frá United, eru meira og minna að stjórna leiknum en gera sér erfitt fyrir með því að gefa mörk á silfurfati. Byrjum á liðinu, það leit svona út: