Liðið gegn Tottenham er klárt, það er svolítið öðruvísi en ég spáði:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Carrick Jones
Cleverley Kagawa Welbeck
Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Valencia, Anderson, Rooney, Giggs, Smalling, Hernandez
Liðið gegn Tottenham er klárt, það er svolítið öðruvísi en ég spáði:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Carrick Jones
Cleverley Kagawa Welbeck
Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Valencia, Anderson, Rooney, Giggs, Smalling, Hernandez
Þann 29. september síðastliðinn tapaði Manchester United 3-2 fyrir Tottenham og var það í fyrsta skipti síðan 1989 sem Tottenham sótti sigur á Old Trafford. Leikurinn var mjög pirrandi á að horfa því hann tapaðist á fyrstu 30 mínútunum, sem voru líklega þær verstu sem United hefur spilað á tímabilinu. Eftir það átti United frekar góðan leik en náði ekki að kreista fram stig úr þeirri frammistöðu. Ég er núna búinn að bíða eftir því að mitt lið hefni fyrir þetta ömurlega tap á heimavelli í haust og er ég sannfærður um að það verði gert á morgun (sunnudag) klukkan 16:00, á White Hart Lane í Lundúnum. Lesa meira
Desembermánuður var okkur United mönnum frekar góður. Liðið spilaði sjö leiki, náði í fimm sigra (til dæmis gegn City!), eitt jafntefli og tapaði svo einum „verðlausum“ leik gegn Cluj í Meistaradeildinni. Það er því komið að því að kjósa um það hvaða leikmaður skaraði framúr í desember.
Leikir United voru eftirfarandi:
1. desember |Reading 3:4 Manchester United Lesa meira
Eftir frábæra frammistöðu um síðustu helgi gegn Man City var komið að því að leika gegn Sunderland heima. Fyrirfram var þetta svolítið hættulegur leikur, það er alltaf erfitt að halda uppi einbeitingu eftir jafn stóran sigur og gegn City, plús að United hefur verið í bölvuðu basli með liðin í neðri hluta deildarinnar á þessu tímabili. Chris Foy var dómari leiksins, veður var milt, 8 stiga hiti, 11km/klst vindur úr SSV, 85% raki og 988 mb loftþrýstingur. Svona var liðið skipað: Lesa meira
Jæja, byrjunarliðið var að detta í hús, það lítur út svona:
De Gea
Jones Ferdinand Smalling Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Rooney
Van Persie
Bekkur: Lindegaard, Giggs, Hernandez, Vidic, Welbeck, Scholes, Fletcher
Þar hafið þið það, svo virðist sem Ferguson ætli að spila 4-4-2/4-4-1-1 í dag. Vidic er á bekknum, Rafael fær hvíld í dag og því verður Jones í hægri bakverðinum, Smalling tekur svo vaktina fyrir meiddan Evans. Fyrir utan þessar tvær breytingar á vörninni þá er um að ræða sama lið og byrjaði gegn City. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!