Annað laugardags hádegið í röð spilar Manchester United á heimavelli, nú gegn Everton. Vonandi verður niðurstaðan betri en síðasta laugardag þar sem allt fór í vaskinn United megin á lokakafla leiksins, 0-1 tap niðurstaðan. Leikurinn á morgun verður strembinn þar sem Everton hefur farið mjög vel af stað á tímabilinu, tapað aðeins einum leik og situr við hlið United í töflunni með sama stigafjölda. Leikurinn hefst kl. 11:30 að íslenskum tíma.
Þrjú stig og útivallarmet!
Ole Gunnar Solskjær hefur greinilega verið sammála upphitun minni í gær og skellt Varane og Sancho inn í liðið og tekið Matic af miðjunni. Sennilega voru þessar breytingar það augljósar að þær lágu í augum uppi fyrir hvern sem er sem sá leikinn gegn Southampton. Frábært að fá að sjá Varane loksins í actioni í United treyjuni sem í dag var ljósblá og hvít í retro stíl. Það sem vakti kannski hvað mest athygli var að Pogba var kominn inn á miðja miðjuna þrátt fyrir frábærar framviðstöður á vinstri kantinum í upphafi tímabils. Í hans stað kom Daniel James á kantinn. Cavani var svo kominn á bekkinn og þar að leiðandi í fyrsta skipti í hóp á tímabilinu. Varð þá endanlega staðfest að Ronaldo mun ekki klæðast treyju númer 7 á þessu tímabili þar sem Cavani var skráður með það númer í þessum leik.
Heimsókn á Molineux á morgun
Á morgun kl. 15:30 mæta okkar menn liði Wolves. Fellur þessi leikur í algjörann skugga tíðinda gærdagsins þar sem staðfest var að sjálfur Cristiano Ronaldo væri að mæta aftur á Old Trafford sem leikmaður Manchester United. Ótrúleg félagsskipti sem virðast einungis hafa gengið í gegn á örfáum klukkustundum. Farið var yfir hvað gekk á í gær og þá nýju tíma sem framundann eru hjá United með Ronaldo innanborðs í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar.
Falllið mætir í heimsókn
Næst síðasta umferð Ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun kl. 17:00 með leik okkar manna gegn föllnu liði Fulham á Old Trafford. Mjög óspennandi leikur líkt og flestir þeir leikir sem eftir eru í deildinni. Það er þá ekki nema fyrir þau þrjú lið sem eru fyrir aftann okkur í töflunni. Liverpool, Chelsea og Leicester sem berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Aston Villa 1:3 Manchester United
Ole Gunnar Solskjær stillti upp svo gott sem sterkasta liði okkar fyrir leikinn í Birmingham. Cavani var sennilega eini sem var á bekknum sem ætti tilkall inn í okkar sterkasta lið. Það má því draga þá ályktun miðað við uppstillinguna að Ole vilji klára annað sætið sem allra fyrst til að geta einbeitt sér að úrslitaleiknum í lok leiktíðar.
Bekkur: De Gea, Bailly, Telles, Tuanzebe, Williams, Matic, van de Beek, Cavani og Mata.