Á slaginu 13:05 á morgun hefst strembnasti partur tímabilsins álagslega séð. Þrír heilir leikir á 104 klst. sem er sjald séð í knattspyrnu heiminum nema þá á yngriflokka túrneringum. Fyrsti leikurinn er gegn Aston Villa í Birmingham á morgun, svo er það Leicester á þriðjudaginn og frestaði leikurinn gegn Liverpool á fimmtudaginn. Báðir þeir leikir eru á Old Trafford sem gerir þetta örlítið þægilegra miðað við aðstæður. Okkar menn eru með nokkuð þægilega forrustu í öðru sæti deildarinnar. United þarf einungis sjö stig til viðbótar úr síðustu fimm leikjunum til að tryggja það, miðað við núverandi stöðu. Miðað við gengi liðsins á tímabilinu hingað til með aðeins 4 tapleiki í deild tel ég ólíklegt að við glutrum öðru sætinu úr greipum okkar þrátt fyrir strembna leikjatörn framundann.
Erum við komnir til Gdansk?
Annað kvöld leika okkar menn gegn Rómverjum í seinni viðureign þessara liða í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Líkt og gegn Real Sociedad og Granada fyrr í þessari keppni er seinni leikurinn algjört formsatriði eftir að hafa náð í ansi góð úrslit í fyrri viðureigninni. Aðeins hefur einvígið gegn AC Milan verið spennandi í seinni leiknum. Eftir 6-2 sigur í síðustu viku gegn Rómverjum og óvænt frí um síðustu helgi ættu okkar menn að vera ansi vel hvíldir og tilbúnir í að klára verkefnið. Með því að klára þessa rimmu þá er liðið í fyrsta skipti komið í ÚRSLITALEIK undir stjórn Ole Gunnars eftir margar óárangursríkar tilraunir hingað til.
Manchester United 2:0 Granada
Þegar byrjunarliðin voru birt koma örlítið á óvart að Ole Gunnar hafi ekki notað fleiri leikmenn sem hafa verið í aukahlutverki á þessu tímabili í byrjunarliðinu. Í raun stillti hann upp sterkasta liðinu sem í boði var, fyrir utan Rashford sem byrjaði á bekknum. Granada gerði þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum fyrir viku.
Bekkur: Henderson, Grant, Williams, Mata, Fish, Donny, Amad, Elanga, James, Rashford, Shoretire
Formsatriði gegn Granada?
Annað kvöld verður seinni viðureign okkar manna gegn Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri viðureignina unnu okkar menn nokkuð þægilega á Spáni í síðustu viku með tveim mörkum gegn engu. Má segja að leikurinn sé formsatriði að komast í gegnum miðað við dapra spilamennsku Granada í fyrri leiknum. Tvö útivallarmörk eru gulls í gildi í Evrópu keppnunum einnig og erfitt að sjá Andalúsíu mennina skora tvö slík á Old Trafford. Það verður þó spennandi að sjá hvernig Ole stillir upp liðinu þar sem þrír máttarstólpar í okkar liði eru komnir í bann eftir uppsöfnuð gul spjöld og spurning hvort Ole gefi öðrum lykilmönnum hvíld. Með samanlögðum sigri í viðureignunum gegn Granada má telja líklegast eins og er að okkar menn mæti Rómverjum í undanúrslitum. Roma eru 2-1 yfir í viðureign sinni gegn Ajax eftir að hafa spilað í Hollandi í síðustu viku. Þar náði Roma í tvö mikilvæg útivallarmörk sem gætu riðið baggamuninn í þeirri viðureign. Allt kemur þetta þó í ljós annað kvöld.
United sækir toppliði heim
Seinni partinn á morgun mæta okkar menn lang besta liði deildarinnar og sennilega besta liði heims um þessar mundir, Manchester City. Leikurinn fer fram í bláa hluta borgarinnar sem er orðið erfiðasti vígi deildarinnar til að sækja stig á eftir að Liverpool hafi haldið þeim titli í nokkur ár. Okkar menn þekkja þó vel að leggja City menn á þeirra velli, en í síðustu tvö skipti sem við höfum leikið á Etihad hefur Ole náð tveim eins marks sigrum gegn Pep Guardiola. Fyrri leikur liðana í deild á þessu tímabili endaði með 0-0 jafntefli líkt og meginn þorri leikja United gegn svokölluðum topp sex liðum. Kringumstæðurnar fyrir þann leik voru erfiðar fyrir Ole þar sem liðið var nýfallið úr leik úr Meistaradeildinni og nokkuð um ósannfærandi framviðstöður í deild. Það mátti því túlka úrslit fyrri leik liðana sem hálfgert “damage control”, enda City afar erfiður andstæðingur og sætið undir Ole farið að hitna. Manchester City var einnig að fara í gegnum strembnar vikur úrslitslega séð miðað við þeirra standard.