Slæmar fréttir bárust í hádeginu fyrir leikinn þar sem tilkynt var að þrír úr þjálfarateyminu væru komnir í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19. Þeir ferðuðust ekki með liðinu til Ítalíu og því smitast á Englandi. Þetta kom hins vegar ekki í veg fyrir að leikurinn færi fram. Inn í teymið fyrir leikinn komu Mark Dempsey aðaliðs þjálfari og Nicky Butt þjálfari U-23 liðsins. Ekkert hefur verið tilkynt um líðann þeirra sem eru smitaðir né hverjir það eru.
Manchester United leikur og sunnudagssteik
Skjórarnir fljúga örlítið suður á boginn annað kvöld og leika í leikhúsi draumana gegn okkar mönnum kl. 19:00. Viðureignir þessara liða síðustu ár hafa einkennst af því að Man.Utd. hafa lent undir, yfirleitt snemma leiks en komið þá annað hvort til baka og unnið leikinn með trompi eða gleymt markaskónum heima og tapað leiknum. Fyrri leikur liðana á þessu tímabili var einmitt það fyrra. Eftir að hafa lent undir eftir tveggja mínútna leik unnu okkar menn leikinn 1-4 með Bruno og Rashford fremsta í flokki. Því er óskandi að svipað gerist á morgun en helst sleppa við að fá á okkur aulamark í byrjun leiks, sem á þessu tímabili hefur svo gott sem verið óumflýjanlegt.
Manchester United 9:0 Southampton
Ole kom á óvart með að tefla ekki fram Pogba, nýkjörnum leikmanni mánaðarins hjá Manchester United í janúar mánuði. Í stað hans kom Greenwod inn í liðið, annars var þetta sömu leikmenn og byrjuðu gegn Arsenal. Hasenhüttl stilti fram þeim leikmönnum sem eru heilir í hans liði, sem eru ekki margir. Einungis tveir leikmenn af þeim níu sem sátu á bekknum hjá Southampton eru með einhverja reynslu í fullorðins fótbolta. Hins vegar eru nánast allir heilir hjá Southampton sem hafa átt byrjunarliðssæti á tímabilinu. Það voru hins vegar tveir leikmenn í byrjunarliði Southampton að byrja sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Gott byrjunarlið með reynslu lítinn bekk. Southampton krækti sér í Minamino á láni frá Liverpool seint í gærkvöldi og því ekki leyfilegur í leiknum í kvöld.
Fulham 1:2 Manchester United
Eftir leiki gærkvöldsins og leikinn sem var ný lokið fyrir leikinn í kvöld var United komið niður í þriðja sæti. Leicester og Manchester City unnu sína leiki og sátu í efstu tveim sætunum fyrir leikinn. Ole gat komið liðinu aftur á toppinn með sigri í kvöld.
Þvert á það sem ég skrifaði í gær í upphitun fyrir leikinn þá byrjaði Ole með þríeykið inn á. Þegar ég tala um þríeykið þá er það Shaw, Bruno og Maguire sem allir áttu þá hættu á að fara í leikbann ef þeir myndu krækja sér í gult spjald, sem á endanum skipti engu máli. Ole setti Rashford á bekkinn, annars var þetta byrjunarlið sennilega það sterkasta sem völ var á. Með því að stilla upp nánast sterkasta liði sínu er Ole að gefa það skírt út að hann ætli í þessa titilbaráttu og vera í henni eins langt fram eftir vori og hægt er. Ekkert rými til að misstíga sig.
Miðvikudags kvöld á Craven Cottage
Annað kvöld fara okkar menn til London, nánar tiltekið á Craven Cottage. Þar mæta þeir Fulham sem sitja í fallsæti deildarinnar. Fínn leikur til að fá eftir mikla spennu og eftirvæntingu í marga daga sem var fyrir leikinn gegn Liverpool, sem stóð ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans frá einum einasta manni. Þrátt fyrir það mjög gott stig gegn lang besta liði deildarinnar á heimavelli, þótt víðar væri leitað. Okkar menn halda toppsætinu og ef við ætlum að halda okkur í því eða hið minsta við toppinn er þetta algjör skyldu sigur gegn léttleikandi enn lánlausu liði Fulham. Scott Parker þjálfari Fulham mun sennilega reyna peppa sína menn vel upp fyrir leikinn þar sem þeir eru að mæta toppliðinu og hafa verið grátlega nálægt því að vinna leiki í deild upp á síðkastið hvort sem liðin eru í efri eða neðri helming deildarinnar.