United vann gríðarlega mikilvægan sigur á Crystal Palace á útivelli í dag, 1-2 urðu lokatölur eftir nokkuð strembinn leik. Fyrir leik bárust þau tíðindi að Angel Di Maria hefði meiðst á æfingu í vikunni og Robin van Persie hefði orðið fórnarlamb hálsbólgunnar sem var að ganga hjá United í vikunni. Það var því ekki mikið svigrúm fyrir breytingar og var eftirfarandi liði stillt upp:
Crystal Palace á Selhurst Park á morgun
Í gær fengum við ansi skemmtileg sprengju þegar tilkynnt var að félagið hefði gengi frá kaupum á Memphis Depay frá PSV. Hann kemur í sumar og það er frábært að sjá hvað menn ætla sér að vera snemma í að ganga frá þessum málum, eitthvað sem menn hafa klárlega lært af síðustu tveimur sumrum. Næsta tímabil er því ofarlega í huga hjá stjórnarmönnum Manchester United en það þarf þó að klára tímabilið sem er í gangi áður en menn missa sig alveg í hugleiðingum um alla titlana sem United ætlar að vinna á næsta tímabili.
Mánudagspælingar 2015:06
Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Eftir sannfærandi sigra á Spurs, Liverpool og City var Louis van Gaal frelsarinn sjálfur en í dag, eftir þrjá tapleiki í röð[footnote]Í fyrsta sinn síðan 2001 en þá hafði United þegar tryggt sér titilinn.[/footnote], er farið að glitta í #VanGaalOut merkið á Twitter á nýjan leik. Það er auðvitað fjarstæðukennt að ætla sér að losa sig við stjórann á þessum tímapunkti enda er félagið við það að ná markmiðum sínum fyrir þetta tímabil: Meistaradeildarbolti á Old Trafford 2015/2016. Það er þó ekki efni þessa pistils heldur langar mig að tala aðeins um færanýtingu og færasköpun.
Æfingarferðalagið í sumar
Búið er að tilkynna dagsetningar og staðsetningar fyrir undirbúningstímabilið í sumar. Annað árið í röð er förinni heitið til Bandaríkjanna. Svona lítur ferðalagið út hjá United:
Við þetta gæti svo bæst einn úrslitaleikur ef United ber sigur af hólmi í sínum riðli. Athygli vekur að ferðin er styttri en venjulega og þar kemur tvennt til:
Mánudagspælingar 2015:05
Eftir gott gengi undafarnar vikur var alveg hroðalegt að sjá andleysið sem einkenndi spilamennsku United í gær. Mér fannst liðið reyndar byrja þennan leik ágætlega þrátt fyrir að lenda marki undir snemma leiks. Seinna mark Everton drap hinsvegar allan lífsvilja United-manna og lélegasta frammistaða liðsins undir stjórn Louis van Gaal leit dagsins ljós í gær. Þetta tap hleypir örlítilli spennu í baráttuna um Meistaradeildarsætið þó að niðurstaða hennar sé ennþá fyllilega í höndum okkar manna.