Í dag hefur orðrómur um að Manchester United sé langt komið með að festa kaup á İlkay Gündoğan, miðjumanni Dortmund, verið að ganga um Twitter. Orðrómurinn kemur frá þýska blaðinu Der Westen. Slíkir orðrómar eru auðvitað daglegt brauð þegar kemur að United og við munum bara sjá aukningu á þeim núna þegar tímabilið er að líða undir lok. Sport Witness er síða sem sérhæfir sig í að kanna slíka orðróma, uppruna þeirra og réttmæti.
Ertu þá farinn?
Tilkynnt var í síðustu viku að David de Gea væri einn af þeim sex leikmönnum sem hefðu mannað efstu sætin í kjöri PFA-samtakanna á leikmanni ársins. Það vill einnig svo skemmtilega til að þessi samtök, Professional Footballers’ Associaton, virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann verði 25 ára á árinu og því var hann jafnframt með efstu mönnum í kjöri á unga leikmanni ársins. Með honum á lista eru mjög frambærilegir leikmenn en ef David de Gea vinnur ekki þessa nafnbót fyrir þetta tímabil er það ljóst að markmaður mun aldrei hljóta þann heiður að vera valinn leikmaður ársins af jafningjum sínum
Mánudagspælingar 2015:04
Maður er farinn að huga að næsta tímabili og góðar frammistöður undanfarið eru farnar að gera mann ansi bjartsýnan fyrir framhaldið. Hvað svo sem mönnum finnst um Chelsea og þá leikaðferð sem Mourinho grípur til þegar hann þarf á sigri að halda er ekki hægt að neita því að liðið hans hefur verið besta liðið á tímabilinu. Vissulega hafa þeir hikstað undanfarið og þurft að treysta á markverði andstæðingana í undanförnum leikjum til þess að koma sér yfir línuna en heilt yfir á Chelsea skilið Englandsmeistaratitilinn í ár. Þannig er það bara, þeir kláruðu mótið í haust.
Neville og Carragher fara yfir spilamennsku United
Fyrir knattspyrnuáhugamenn er varla til betra sjónvarpsefni en Monday Night Football á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher fara yfir leiki helgarinnar. Þeir eru ekkert að stressa sig á því að fjalla um alla leiki helgarinnar heldur velja þeir sér leiki sem þeir geta kafað ofan í og leikgreint almennilega. Í gær tóku þeir fyrir sigur United á City um helgina og einbeittu þeir sér að því að tala um United.
Mánudagspælingar 2015:03
Það er er gaman að vera United-maður í dag. Við höfum skellt hurðinni kröftuglega á andstæðinga okkar í deildinni í undanförnum leikjum og Tottenham, City og Liverpool hafa fengið að kenna á því á afskaplega sannfærandi hátt. Með sigrunum á þessum liðum hefur United tekist að þau senda þau niður í harða baráttu um afgangana á meðan strákarnir okkar hafa komið sér í tiltölulega þægilega stöðu.