Hvar byrjar maður? Á liðunum kannski. United stillti upp eftirfarandi liði:
Bekkur: Valdes, Rafael, Rojo, McNair, Januzaj, Di Maria, Falcao
City-liðið var svona.
Bekkur: Caballero, Mangala, Kolarov, Fernando, Nasri, Lampard, Dzeko
Það var augljóst í vikunni sem leið að United-menn væru sigurvissir fyrir þennan leik og ég var sannarlega einn af þeim. Þegar nær dró leik var þó alltaf einhver rödd aftan í kollinum sem sagði manni að City-menn myndu mæta dýrvitlausir í þennan leik eftir vonbrigði síðustu umferða. Kannski, bara kannski, myndu okkar menn leyfa sér smá værukærð eftir frábært gengi undanfarið.