Hér er lespakki vikunnar!
Lesefni vikunnar
Tryggvi Páll skrifaði þann | 3 ummæli
Hér er lespakki vikunnar!
Lesefni vikunnar Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 6 ummæli
Mikið rosalega var sigurinn í gærkvöldi gegn Tottenham kærkominn. Ekki nóg með það að frammistaða liðsins hafi verið eitthvað sem við höfum beðið eftir í allan vetur (jafnvel lengur) heldur tókst liðinu bæði að setja pressu á Manchester City í öðru sætinu sem og að senda einn af okkar helstu keppinautum um sæti í Meistaradeildinni að ári niður í miðjumoðið. Það er nóg eftir af tímabilinu en hver sigur á þessu stigi deildarinnar er einfaldlega gulls ígildi. Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 16 ummæli
Við fengum að að vera með í veislu hér í dag þegar Manchester United tók á móti Tottenham. Tottenham sá aldrei til sólar því að leikmenn okkar einokuðu sviðsljósið. Heitasti framherji deildarinnar og besti leikmaður deildarinnar í janúar- og febrúar var aldrei með. Ein besta miðja deildarinnar hitti fyrir Michael Carrick og United styrkti stöðu sína í baráttuna um 2.-4. sæti. Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 9 ummæli
Eru ekki allir búnir að hlusta á 7. þátt af Podkastinu okkar? Eða kíkja á lespakka vikunnar sem er ansi þéttur í þetta skiptið? Mæli með því áður en lestur hefst á þessari uppphitun fyrir Tottenham-leikinn á sunnudaginn.
Eins og margoft hefur komið fram er leikjadagskráin hjá United út tímabilið ansi strembin. Einhver tók sig til og reiknaði hvaða lið í deildinni ætti erfiðuðustu dagskránna út frá meðalstöðu andstæðinganna í þeim leikjum sem eftir eru: Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 2 ummæli
Jonny Evans hefur verið fundinn sekur um að hafa hrækt á/að Papiss Cisse í leiknum gegn Newcastle á miðvikudaginn. Hann fær 6 leikja bann sem er það viðmið sem FA setur við slíku broti. Athygli vekur að refsingin hefur tvöfaldast frá því á síðasta tímabili en þá fékk George Boyd þriggja leikja bann fyrir að hrækja á Joe Hart. Jonny Evans neitaði sök í yfirlýsingu í fyrrdag og lét m.a. eftirfarandi orð falla: Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!