United nældi sér í afskaplega mikilvægan sigur í gær gegn Newcastle, sérstaklega í ljósi þess að öll hin liðin í efsta hluta deildarinnar unnu sína leiki. Staðan er því óbreytt fyrir leikjahrinuna núna í mars og apríl sem mun skera úr um hvort að þetta tímabil megi fara á ruslahaugana eða ekki. Heimaleikir gegn Spurs og City, útileikir gegn Liverpool og Chelsea auk bikarleiks við Arsenal. Jesús Pétur.
Manchester United 2:0 Sunderland
Þetta hafðist fyrir rest og heimasigur í höfn. Þessa leiks verður þó líklega helst minnst fyrir það að vera leikurinn þar sem United fann upp nýja hornataktík: Að koma boltanum úr horni eins hratt til David de Gea og hægt er. Mikið var deilt um hvernig liðinu yrði stillt upp inni á vellinum og sitt sýndist hverjum. Liðið hóf þó leik nokkurnveginn svona:
Bekkur: Lindegaard, McNair, Carrick, Fellaini (Falcao), Mata (Rooney), Januzaj (Di Maria), Wilson.
Sunderland mætir á Old Trafford á morgun
Það var ansi þungt í manni hljóðið eftir leikinn gegn Swansea um síðustu helgi. Þetta fer fljótt að verða að klisju en liðin í baráttunni um Meistaradeildarsætin mega ekki misstíga sig mikið það sem eftir er af tímabilinu. Það var því alveg grautfúlt að missa þennan leik niður í tap, sérstaklega í ljósi þess að Liverpool og Arsenal unnu sína leiki en þetta virðast vera okkar helstu andstæðingar um 3-4. sæti. Staðan er einfaldlega þannig að United má helst ekki tapa leik það sem eftir er tímabilsins, eða hvað?
Skora fyrst, sigra svo
Leikurinn gegn Preston North End í FA-bikarnum í vikunni var merkilegur fyrir nokkrar sakir, ekki síst vegna þess að í leiknum tókst Manchester United að gera eitthvað sem var áður talið eitt af aðalsmerkjum félagsins en hafði ekki tekist hingað til á þessu leiktímabili: United vann leik eftir að hafa lent undir! Undur og stórmerki.
Kíkjum aðeins á tölfræðina hvað þetta varðar:
Nýr sjónvarpsréttindasamningur=$$$
Stjórnarformenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni eru líklega núna að opna kampavínið og rífa upp kavíarinn því að það var verið að tilkynna úrslitin úr uppboðinu um réttinn til að sýna frá ensku knattspyrnunni frá 2016-2019. Sky og BT Sports hafa átt þennan rétt frá árinu 2013 og það verður engin breyting á því. Þessi fyrirtæki munu greiða ótrúlega upphæð fyrir að fá að sýna enska boltann.