Jafntefli gegn Aston Villa staðreynd. Svekkjandi byrjun á jólatörninni en nokkrir jákvæðir punktar.
Liðið var svona:
Bekkur: Lindegaard, Blackett, McNair, Rafael, Di Maria, Januzaj, Wilson
Enn og aftur stillti Louis van Gaal upp í 3-5-2 á útivelli enda þetta leikkerfi búið að skila góðum sigrum undanfarið. Það er samt með þetta kerfi að það virðist stífla sköpunargáfuna og menn eiga í erfiðleikum með að skapa sér góð færi. Falcao fékk tækifæri í byrjunarliðinu, Carrick datt í vörnina og Fletcher og Rooney stilltu sér upp á miðjunni.