Í gær skrifuðum við pistil um hvað Louis van Gaal þyrfti að safna mörgum stigum umfram gengi David Moyes og liðsins í fyrra. Niðurstaðan var 11-18 stig ef markmiðið er að komast aftur í Meistaradeldina. Til þess að það sé mögulegt þarf að bæta stigasöfnunina gegn hinum stóru liðunum en liðið náði aðeins í 6 stig af 36 mögulegum gegn liðunum sem enduðu fyrir ofan okkur á síðasta leiktímabili. 6 stig! Það er þó ekki síður mikilvægara að taka sex stig í leikjunum tveimur gegn liðum sem félag eins og United á alltaf að vinna. Það mistókst alltof oft í fyrra og við náðum bara í fullt hús stiga gegn 5 liðum. Sunderland var eitt af þeim liðum sem sigraði United á síðasta tímabili og eitt af mikilvægustu verkefnum Louis van Gaal verður að stoppa í þau göt. Við verðum að fá sex stig gegn liðum eins og Sunderland og við getum farið hálfa leið að því marki á sunnudaginn.
Stigapælingar
Nú eru ekki nema rétt tæplega tvær vikur í að félagskiptaglugginn lokar. Woodward og Glazerarnir hafa rétt tæplega tvær vikur til þess að vinna vinnuna sína svo að Louis van Gaal geti unnið vinnuna sína. Hvað er vinnan hans? Að ná titlinum til baka en fyrsta skrefið í átt að því er að koma liðinu í Meistaradeildina á nýjan leik. Það er verkefni tímabilsins.
Hvað þurfa Louis van Gaal og leikmenn liðsins að gera til þess að ná því? Fjórða sætið er lágmark. Það er alveg sama hvað David Moyes reynir að verja sig, hann klikkaði á öllum markmiðum tímabilsins og skilaði í hús lélegustu titilvörn síðustu ára. 7. sæti. 64 stig.
Síðasti æfingarleikurinn.
Byrjunarlið United:
de Gea
Smalling Jones Blackett
Young Fletcher Herrera James
Mata
Chicharito Rooney
Á bekknum eru: Amos, M. Keane, Cleverley, Fellaini, Kagawa, Lingard, Januzaj
United spilar við Valencia núna klukkan 18.30. Við höfum þessa færslu hérna ef menn vilja ræða leikinn á meðan á honum stendur.
Valencia á morgun
Á morgun fer general-prufan fyrir tímabilið fram. Louis van Gaal stýrir Manchester United í fyrsta sinn á Old Trafford. Andstæðingurinn er Valencia. Hingað til hefur undirbúningstímabilið gengið vonum framar, 5 leikir, 5 sigrar og 2 „bikarar“, 16 mörk skoruð og eina markið sem liðið hefur fengið á sig úr opnu spili var af 50 metra færi. Það hefur því verið blússandi gleði á mannskapnum enda allir að stefna að sama marki.
Fréttir & slúður
Tökum smá skurk í fréttum og slúðri varðandi United.
Í gær staðfesti Arsene Wenger að United væri eitt af þeim liðum sem hefði boðið í Thomas Vermaelen, í gærkvöldi komu svo fregnir af því að Barcelona hefði tryggt sér kaupin á honum vegna þess að Wenger vildi ekki selja til liðs í sömu deild. Gott fyrir Arsenal að Wenger virðist vera búinn að læra sína lexíu. Í dag kom þó staðfesting á því að Arsenal hefði viljað fá leikmann í skiptum frá United fyrir Vermaelen. Engin staðfest nöfn en menn telja að Wenger hafi annaðhvort viljað fá Smalling eða Jones. Auðvitað gat United ekki samþykkt það enda allur tilgangurinn með kaupunum á Vermaelen að auka breiddina í vörn United.