Við erum í svolítið skrýtinni stöðu akkúrat núna, við stuðningsmenn Manchester United. Við erum að bíða eftir stærsta leik tímabilsins, úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir rétt rúma viku, en í millitíðinni þurfum við að spila tvo leiki sem skipta engu máli, svona úr því að liðið á ekki tölfræðilega möguleika á því að komast í eitt af sætunum sem gefa Meistaradeildarsæti. Þessi leikur hefði auðvitað átt að vera mjög mikilvægur en töpin tvö gegn Arsenal og Tottenham, sem og jafnteflin 14(!), hafa gert það að verkum að við erum bara úr leik í deildinni.
Gylfi heimsækir Old Trafford
Leikur í gær, leikur í dag og leikur á morgun, eða það finnst manni allavega þessa dagana. United tekur á móti Gylfa Sigurðssyni og félögum í Swansea eldsnemma á morgun.
Þetta er níundi og síðasti leikurinn sem okkar menn spila í brjálæðislega þéttum apríl-mánuði sem hefur bara verið ansi fínn fyrir United. Í þessum níu leikjum hefur liðið aðeins fengið á sig þrjú mörk, fært sig ofar í deildinni og tryggt sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gæti verið verra.
Mikilvægasti leikurinn á tímabilinu framundan
Að mörgu leyti er apríl skemmtilegasti mánuðurinn í boltanum. Þar ræðst svo margt hvernig tímabilið endar. Evrópukeppnirnar eru í fullum gangi og hver leikur í deildinni skiptir öllu máli um hvernig niðurstaðan verður í maí. Tap í einum leik getur sett allt úr skorðum. Það eru ekki töpin sem hafa sett tímabilið okkar úr skorðum, þvert á móti, liðið tapar varla leik. Nei, það eru jafnteflin sem hafa komið í bakið á okkur.
Sunderland 0:3 Manchester United
Ágætis skyldusigur að baki hjá United gegn afar döpru Sunderland-liði David Moyes. Byrjunarliðið var svona.
Bekkur: J.Pereira, Carrick, Blind, Fosu-Mensah, Tuanzebe, Martial, Rashford.
Það kom ekkert sérstaklega mikið óvart þar, fyrir utan það að David de Gea var ekki í hóp en hann virðist hafa meiðst lítillega í vikunni. Sergio Romero, sá mikli meistari, kom í hans stað. Það sem vakti mesta athygli var að Maroune Fellaini fékk fyrirliðabandið í fjarveru allra þeirra sem eru venjulega með það. Ágætis troll hjá José Mourinho.
Rússarnir frá Rostov koma í heimsókn
Eftir afar svekkjandi tap gegn Chelsea í bikarkeppninni á mánudaginn er það kærkomið að fá næsta bikarleik bara beint í andlitið. Rússarnir í FC Rostov eru á leið til Manchester í síðari viðureign félagins við okkar menn í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leik liðanna fyrir rétt tæpri viku. United stendur ágætlega að vígi enda erum við með eitt stykki útivallarmark í pokahorninu í boði Henrikh Mkhitaryan. Það er mikilvægur leikur framundan enda veðrður að segjast eins og er að Meistaradeildarsætið sem er í boði fyrir sigur í Evrópudeildinni sé raunhæfasta leið okkar aftur inn í Meistaradeildina, um það er maður ansi hræddur, í það minnsta.