Sögulegur leikur á Old Trafford í kvöld. Fyrirliðinn okkar Nemanja Vidic kvaddi Old Trafford auk þess sem að besti leikmaður í sögu félagsins, Ryan Giggs, leikjahæsti og sigursælasti einstaklingur í sögu Manchester United spilaði líklega sinn síðasta leik á Old Trafford. Giggs kom nokkuð á óvart í liðsvalinu, hvíldi alla helstu leikmenn liðsins og gaf þeim félögum Tom Lawrence og James Wilson tækifæri í byrjunarliðinu. Þetta eru efnilegir leikmenn. Lawrence var á láni hjá Yeowil Town og Wilson hefur verið að rífa í sig unglingadeildirnar með unglingaliðum United. Liðið var svona:
Síðasti heimaleikurinn á tímabilinu
Á morgun fer fram síðasti heimaleikurinn á Old Trafford í bili. Steve Bruce kemur með lærisveina sína í Hull í heimsókn. Það þurfti að færa þennan leik vegna þess að Hull hefur komið öllum að óvörum og sett saman ótrúlega atlögu að FA-bikarnum þar sem liðið er komið í úrslit. Í deildinni hefur það lengst af siglt lygnan sjó um miðbil deildarinnar en hefur verið að sogast neðar og neðar að undanförnu, leikmennirnir eru kannski að láta drauminn um bikarinn trufla sig. Eftir úrslit helgarinnar er þó ljóst að liðið getur ekki fallið og því mun Hull spila í Úrvalsdeildinni að ári.
Fréttir og vangaveltur í vikubyrjun
Loksins jákvæð knattspyrnuhelgi fyrir okkur United-stuðningsmenn. Það var alveg frábært að að sjá Ryan Giggs stýra liðinu til sigurs í leiknum gegn Norwich og í kjölfarið hefur maður séð álitsgjafa tala og skrifa um að hann ætti að taka við liðinu til frambúðar. Eins og það væri nú alveg gjörsamlega fullkomið að hafa sigursælasta, leikjahæsta og besta leikmann í sögu félagsins stýra skipinu þá er auðvitað það of snemmt. Við vitum ekkert um hann sem stjóra og það verður erfitt að dæma hann af þessum þremur leikjum sem eftir eru, þeir skipta jú auðvitað engu máli og pressan er engin.
Stjóralausir djöflar lesa
Nú streyma inn á alnetið greinar um hitt og þetta tengt stjóraleitinni hjá United. Við tókum saman þær helstu:
Traustvekjandi fréttir frá Manchester Evening News. Þó að þjálfarar eins og Klopp og Guardiola hafi sagt að þeir ætli að vera áfram hjá sínum félögum ætli stjórn United ekki að gefast upp á þeim þrátt fyrir það. Jafnframt mun Sir Alex Ferguson taka virkan þátt í því að finna næsta stjóra Manchester United ásamt því að Glazerarnir virðast vera að fara að mæta á svæðið til þess að taka þátt í stjóraleitinni. Er ekki hægt að gera einhvern raunveruleikaþátt úr þessu?
Ári seinna
Það er ótrúlegt að fyrir nákvæmlega einu ári síðan hafi leikmenn og stuðningsmenn Manchester United verið að fagna meistaratitli nr. 20 eftir glæsilegan sigur á Aston Villa. Allt var eins og það átti að vera. United á toppnum, langt á undan öllum hinum liðunum. Besta liðið, besti stjórinn. Business as usual.
Það er ótrúlegt að ári seinna standi varla steinn yfir steini hjá þessu sama knattspyrnufélagi. Liðið er í 7. sæti og aumasta titilvörn í sögu Englands síðan Manchester City féll tímabilið eftir að hafa unnið titilinn er óumflýjanleg. Við erum stödd í skemmtilegasta hluta tímabilsins, þar sem úrslitin eru að ráðast og öllum keppnum að ljúka. Við erum stödd á heimavelli Manchester United. En Manchester United er ekki í baráttu á neinum vígstöðum og ef félagið myndi sleppa því að senda til leiks í þessum fjórum leikjum myndi það ekki skipta einu einasta máli. Leikirnir sem skipta máli tengjast Manchester United ekki á neinn hátt. Ótrúlegt.