Framundan er slagurinn um Manchester-borg. Á morgun mætast sigurvegarar siðustu tveggja tímabila Úrvalsdeildarinnar á Old Trafford. Það er auðvitað frekar óvenjulegt að svona leikur sé settur á þriðjudag en upphaflega átti hann að fara fram 1. mars en finna þurfti nýja dagsetningu eftir að City komst í úrslitaleik deildarbikarsins. Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta lykilleikur í titilbaráttunni en það er ekkert venjulegt við þetta tímabil fyrir okkur sem halda með Manchester United.
Bayern München!
Úff, þetta verður ekki mikið erfiðara. Manchester United var dregið gegn Bayern München í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar og fyrri leikurinn verður á Old Trafford. Bayern er auðvitað ríkjandi meistarar í þessari keppni og eru svoleiðis að labba í gegnum þýsku deildinni um þessar mundir. Þetta verður ekki mikið erfiðara próf fyrir David Moyes. Alvöru leikir framundan en þeir verða spilaðir 1/2. apríl og 8/9. apríl nk. Þessi lið mættust síðast árið 2010, einmitt í fjórðungsúrslitum þessarar keppni þar sem Þjóðverjarnir komust áfram með minnsta mun, samanlagt 4-4 en útivallarmörkin kostuðu okkur í þessari viðureign þar sem United-menn voru algjörir klaufar að klára ekki dæmið.
Fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar
Tímabilið er ekki alveg búið hjá okkar mönnum eftir þennan glæsilega sigur í 16-liða úrslitum gegn Olympiakos. Það verður dregið í 8-liða úrslitin á morgun og því er ekki úr vegi að kynna sér aðeins hverjir séu mögulegir andstæðingar okkar þar. Það er oft talað um mikilvægi þess að sigra riðilinn sinn í Meistaradeildinni, það sannaði sig í ár því að öll liðin sem eru komin áfram í 8-liða úrslit stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum riðlum. Hér er örlítið yfirlit yfir þau lið sem verða í pottinum á morgun og geta dregist á móti Manchester United.
Manchester United 3:0 Olympiakos
Þetta var ljúft. Þetta var klikkað. Þetta var öruggt og þetta var tæpt. Þetta var klassískt evrópukvöld á Old Trafford. Manchester United þurfti að gera eitthvað sem aðeins einu liði hafði tekist áður í sögu Meistaradeildarinnar, að snúa við 2-0 tapi í fyrri leik liðanna.
Byrjunarliðin voru svona
De Gea
Rafael Rio Jones Evra
Carrick Giggs
Valencia Rooney Welbeck
RvP
Bekkur: Lindegaard, Fellaini (91.), Fletcher (81.), Januzaj, Kagawa, Young (77.), Hernandez.
Síðasta hálmstráið – Olympiakos á morgun
Það góða við að vera í Meistaradeildinni er það að liðið spilar mikið af leikjum með skömmu millibili. Því er oft auðveldara að skilja við virkilega slæm úrslit eins og gegn Liverpool vegna þess að menn þurfa einfaldlega að einbeita sér strax að næsta verkefni.
Næsta verkefni er síðasta hálmstráið á tímabilinu og mögulega síðasti leikur liðsins í Meistaradeildinni fram að árinu 2015. Íhugið það aðeins. Olympiakos er á leiðinni til Manchester með 2-0 forustu í handfarangrinum og 18 varnarmenn á 1. farrými. Síðast þegar Manchester United kom heim með tap í fyrri leiknum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar gerðist þetta: