Það er alveg ofboðslega gaman að vera stuðningsmaður United í dag. Liðið spilar hrottalega leiðinlega og óárangursríka knattspyrnu sem myndi varla sæma 4. deildinni hérna á Íslandi. Leiðið hugann að því hversu fáránlegt það er að reyna 82 fyrirgjafir í einum leik. Það er tæplega 1 fyrirgöf á mínútu. Það er ekkert í spilunum sem bendir til þess að United hafi getu né burði til að nálgast þetta 4. sæti. Ekki ef lið með Mata, Rooney, Robin van Persie, Januzaj og passívistu miðjumenn í heimi ætlar bara að dúndra boltanum í teiginn og vona það besta við hvert einasta tækifæri.
Tvíburarnir
Maðurinn hefur lengi spurt sig þeirrar spurningar hvernig samspil erfða og umhverfis hefur áhrif á líf manna. Fyrst um sinn glímdu heimspekingar við þessa spurningu. John Locke taldi umhverfi skipta meginmáli, við fæðingu var heilinn óskrifað blað en Immanuel Kant taldi að við fæðingu hefði maðurinn einhverja fyrirframgefna þekkingu. Síðar meir, líkt og með mörg önnur viðfangsefni heimspekinnar, færðist þessi spurning yfir á svið vísindanna. Í dag glíma erfðafræðingar, sálfræðingar og læknar öðrum fremur við þessa spurningu.
Manchester United 2(3):1(3) Sunderland (1-2 v)
Byrjum á góðu fréttunum. Samkvæmt The Telegraph hefur Chelsea samþykkt tilboð United í Juan Mata og allt er klappað og klárt, það eina sem eftir er læknisskoðun sem fram á að fara á morgun. Spennandi fréttir og vonandi fyrsta skrefið af mörgum til þess að bæta þennan leikmannahóp.
Þetta voru 119 mínútur af hreinræktuðum leiðindum, 2 mínútur af hreinni spennu og 5 mínútur af slökustu vítaspyrnukeppni í sögu knattspyrnunnar.
Góðu fréttunum rignir inn
Já, það er ekkert nema jákvæðir straumar sem streyma frá Old Trafford þessa dagana.
Chris Smalling tók þá upplýstu ákvörðun um að klæða sig upp sem sjálfsmorðsprengjumaður í búningapartý á dögunum. „Blaðamenn“ The Sun voru auðvitað ekki lengi að komast að þessu og birtu þetta á forsíðu blaðsins. Smalling var snöggur að biðjast afsökunar á þessu og sagði þetta misheppnað grín, hann hafi ætlað að þykjast vera svokölluð Jäger-Bomb. Fallega gert hjá honum að taka sviðsljósið af Moyes í smástund.
Sunderland 2:1 Manchester United
Gamanið heldur áfram. Liðið var svona:
De Gea
Rafael Evans Vidic Evra
Cleverley Carrick
Valencia Giggs Januzaj
Welbeck
Bekkur: Lindegaard, Smalling, Hernandez, Fletcher, Kagawa, Büttner, Zaha.
Sunderland: Mannone, Bardsley, Alonso, Brown, O’Shea (C), Larsson, Cattermole, Ki, Giaccherini, Borini, Fletcher.
Fyrri hálfleikur var alveg sérstaklega lélegur af hálfu beggja liða en þó sérstaklega af okkar hálfu. Það gerðist akkúrat ekkert fyrr en á 25. mínútu að Moyes færði Januzaj fyrir aftan framherjann og setti Giggs út á kant. Januzaj var eini leikmaðurinn í okkar liði sem var að reyna eitthvað og eftir þessa tilfærslu var hann meira í boltanum og var sprækur. Hann skoraði mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Eins og venjulega þó misstu okkar menn einbeitinguna undir lok hálfleiksins og fengu á sig mark. Larsson þrykkti aukaspyrnu inní teiginn þar sem Wes Brown kom boltanum inn í markteig þar sem Phil Bardsley og Ryan Giggs voru að kljást. Boltinn barst í markið og líklega mun þetta mark skrifast á Giggs. Við þekkjum þetta handrit og í sannleika sagt er maður að verða dauðþreyttur á því.