Eftir vonbrigði helgarinnar er vel þegið að fá leik strax í kjölfarið svo að hægt sé að einbeita sér að einhverju öðru en eingöngu því neikvæða. Á morgun mætum við Sunderland í úrslitum deildarbikarsins. Sem betur fer á útivelli.
Ég las ágæta grein fyrir helgina um mikilvægi bikarkeppna. Í henni er haldið fram að sigur í bikarkeppni geti virkað sem stökkbretti fyrir lið og fleytt þeim í átt að frekari velgengni. Tekið er dæmi um Nottingham Forest lið Brian Clough frá áttunda áratugnum sem vann hina merku keppni Anglo-Scottish bikarinn árið 1976. Kannski ekki stærsta bikarkeppnin en Clough sagði seinna að þetta hefði haft sín áhrif: