Eins og flestir vita hefur félagið verið að leita leiða til að auka stemminguna á Old Trafford sem á það að til að vera, tjahh, ekkert sérstök á köflum. Félagið hefur reynt ýmislegt til þess að bæta stemminguna . Í apríl á þessu ári réði félagið sérstakan hljóðsérfræðing til starfa til að kanna hvernig hljóðið bærist um völlinn auk þess sem að félagið hefur kynnt til sögunnar sérstakt svæði fyrir söngáhugamenn sem skilaði sér í frábærri stemmingu gegn Real Socied í meistaradeildinni fyrir skemmstu.
Wayne Rooney er leikmaður októbermánaðar (Opin umræða)
Við áttum alltaf eftir að tilkynna úrslitin í kosningunni á leikmanni októbermánaðar. Úrslitin eru eins tæp og þau geta orðið en Wayne Rooney stóp uppi sem sigurvegari með aðeins einu atkvæði meira en ungstirnið Adnan Januzaj. Rooney var einnig leikmaður septembermánaðar og stefnir hraðbyri á að vera leikmaður nóvembermánaðar enda búinn að vera besti leikmaðurinn í liðinu í nóvember. Til hamingju með þennan stóra titil, Wayne!
Man Utd 0:0 Real Sociedad
De Gea
Smalling Ferdinand Vidic Evra
Fellaini Giggs
Valencia Rooney Kagawa
Chicharito
Bekkurinn: Lindegaard, Jones, Anderson, Nani, Young, RvP, Buttner.
Það eina sem kom á óvart varðandi þetta byrjunarlið var að Robin van Persie var á bekknum. Hitt var nokkurn veginn samkvæmt bókinni.
Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur. United voru meira með boltann og klárlega betri aðilinn en voru ekki að skapa sér mikið af færum, enda átti liðið aðeins 2 skot að marki í öllum hálfleiknum. Eins og endranær reyndi liðið að komast upp kantana, sérstaklega vinstra megin. Smalling kom sér oft í ágæta stöðu á kantinum með góðum hlaupum en sýndi afhverju hann á ekki að vera í hægri bakvarðarstöðunni þar sem fyrirgjafir hans og sendingar voru frekar lélegar. Það vantaði meiri kraft og áræðni í leik United.
Manchester United ferðast til Baskalands
Meistaradeildin heldur áfram á morgun og munu okkar menn mæta Real Socidead á nýjan leik en við mættum þeim auðvitað í seinustu umferð þar sem Own Goal tryggði okkur fínan 1-0 sigur. Eftir þann leik sitjum við því á toppnum á A-riðli:
Eftir leikinn gegn Real Sociedad ferðumst við svo til Þýskalands í útileik gegn Leverkusen áður en riðlakeppninni lýkur með heimaleik gegn Shakthar. Leverkusen eru erfitt lið heim að sækja, það hefur unnið báða heimaleiki sína til þessa í keppninni og pakkaði m.a. Shakthar saman í síðasta leik, 4-0. Liðið er jafnframt taplaust á heimavelli í þýsku Bundesligunni.
Norwich í deildarbikarnum.
Á morgun kemur Norwich í heimsókn á Old Trafford í 4.umferð deildarbikarsins eða Capital One Cup eins og hann heitir víst fullu nafni. Við slógum auðvitað Liverpool út í þessari keppni og Norwich hefur sigrast á Bury og Watford til þess að komast í þessa umferð. Rétt er að vekja athygli á því að nú er kominn vetrartími á Englandi og er klukkan nú það sama þar og hér á klakanum. Leikurinn er því klukkan 19.45.