Það var aldrei nein hætta á ferðum. David Moyes stillti upp eftirfarandi liði:
De Gea Smalling Evans Jones Evra Carrick Cleverley Nani Rooney Kagawa RvP
Bekkur: Lindegaard, Rafael, Hernandez, Young, Valencia, Fellaini, Januzaj.
Það blés ekkert byrlega fyrir okkar mönnum í fyrri hálfleik. Liðið var að spila tiltölulega hægan bolta og skapaði sér lítil sem engin færi. Stokeverjum fannst það bara fínt, sátu til baka og beittu skyndisóknum og gerðu það vel. David De Gea átti minnsta kosti þrjár stórkostlegar vörslur eftir skyndisóknir Stoke, hann bókstaflega hélt okkur inní leiknum. Strax á fjórðu mínútu leiksins skoraði Peter Crouch fyrsta mark leiksins eftir að Marko Arnautovic labbaði framhjá varnarmönnum United. Svona gekk þetta út hálfleikinn. United tókst að jafna með marki frá Robin van Persie á markamínútunni 43. og hélt maður þá að núna myndu menn sigla þessu heim. Arnautovic var þó á öðru máli og klíndi boltanum sláinn inn úr aukaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.