Það er aldrei leiðinlegt að sigra Liverpool og hvað þá að slá þá út úr bikarkeppni. Þetta er bara deildarbikarinn en það er öllum sama um það í augnablikinu. Fínasti 1-0 sigur á erkifjendunum staðreynd. Þetta var opin og skemmtilegur leikur og allt annað en leikur þessara liða í deildinni í byrjun mánaðarins. Rétt í þessu var svo dregið í 4. umferð keppninnar og þar mætum við Norwich á Old Trafford. Leikurinn fer væntanlega fram þann 30. október.
Liverpool mætir á Old Trafford
Á morgun fer fram síðasti leikurinn í þessari gríðarlega erfiðu leikjahrinu í upphafi tímabilsins. Hún var nú alveg nógu erfið fyrir áður en við drógumst gegn Liverpool í deildarbikarnum en við spilum við þá annað kvöld á Old Trafford. Þó maður kjósi helst að fá veikari andstæðinga í þessum mjólkurbikar verður að segjast að það er bara fínt að fá Liverpool í heimsókn eftir afhroðið á sunnudaginn.
Rauðu djöflarnir lesa vol. XXVI
Velkomin í 26. útgáfu af Rauðu djöflarnir lesa.
Byrjum á byrjuninni. Í leiknum gegn Palace um síðustu helgi sýndi Michael Carrick það að hann er sko enginn eftirbátur Zinedine Zidane í knattspyrnufræðunum. Takið eftir þessu.
Manchester United 4:2 Bayer Leverkusen
Maður vissi ekki alveg við hverju maður átti að búast fyrir þennan leik. Síðustu ár hefur liðið verið steingelt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, satt best að segja var oft hundleiðinlegt að horfa á þá. Bætum því við að David Moyes hefur aldrei stýrt liði á þessu stigi knattspyrnu.
Þegar byrjunarliðið var hinsvegar birt var slegið á allan vafa og efa sem maður hafði fyrir þennan leik. Moyes stillti upp sterku byrjunarliði. Kagawa var frelsaður og fékk að byrja ásamt Fellaini. Maður fann bara á samfélagsmiðlunum eftir að liðið hafði verið birt að menn voru spenntir fyrir því að horfa á þennan leik. Byrjunarliðið var svona:
Landsleikjayfirferð
Jæja, í gær kláruðust seinni leikirnir í þessari landsleikjatörn og nú fer fjörið að hefjast á nýjan leik. Við mætum Crystal Palace á laugardaginn og við sleppum úr þessari landsleikjaviku meiðslalausir sem er jákvætt.
Förum aðeins yfir frammistöðu okkar manna í gær:
Robin van Persie hélt uppteknum hætti og skoraði bæði mörk Hollands í 0-2 sigri á Andorra. Með sigrinum tryggi Holland sér sæti á HM næsta sumar. Þetta voru 37. og 38. mörk hans fyrir Holland og tók hann framúr Dennis Bergkamp á listanum yfir þá leikmenn sem hafa skorað oftast fyrir Holland. Van Persie er nú í öðru sæti og vantar aðeins þrjú mörk til að komast fram yfir Patrick Kluivert sem er efstur með 40 mörk.