Stærsti leikur tímabilsins til þessa fer fram á morgun þegar toppliðin tvö frá Manchester mætast í 164. Manchester-borgarslagnum. Fyrir leikinn situr United á toppnum með 36 stig. City fylgir fast á hæla okkar manna en eftir að hafa aðeins fatast flugið undanfarið er liðið með þremur stigum færra eða 33 stig. Það er athyglisvert að City hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu í deildinni en Mancini og hans menn hafa hinsvegar verið að gera mörg jafntefli. Aðeins eru búnir 15 leikir af tímabilinu en samt hefur liðið nú þegar gert sex jafntefli. Það sama má hinsvegar ekki segja um Manchester United, liðið hefur ekki gert jafntefli í háa herrans tíð. Síðasta jafntefli kom í leiknum örlagaríka gegn Everton þann 22. apríl sl. (4-4) þar sem segja má að okkar menn hafi glutrað titlinum á síðustu leiktíð. United hefur hinsvegar tapað þremur leikjum í vetur en þessi algjöri skortur á jafnteflum er það sem skilur þessi lið að í töflunni.
Tilgangslausar staðreyndir fyrir leik helgarinnar
Eins og allir ættu að vita fer Manchester-borgarslagurinn fram á sunnudaginn. Í tilefni þess fór ég á bókasöfnin og skjalasöfnin og gróf upp nokkrar algjörlega tilgangslausar en jafnframt skemmtilegar staðreyndir svo menn geti nú aldeilis slegið um sig á barnum eða í stofunni heima og látið flæða úr viskubrunnum sínum. Upphitun fyrir leikinn sjálfan kemur svo inn á morgun.
Norwich 1:0 Manchester United
Þetta var hrikalegt. Ég nenni ekki að eyða einni sekúndu í að skrifa um þennan leik. Í staðinn geta menn velt eftirfarandi fyrir sér:
Liðið gegn Norwich
Liðin eru kominn og United liðið er svona:
Lindegaard
Rafael Smalling Ferdinand Evra
Valencia Carrick Giggs Young
Chicharito RvP
Bekkur: Johnstone, Jones, Anderson, Welbeck, Scholes, Cleverley, Fletcher
De Gea þurfti víst að láta draga úr sér tönn skv. MUTV og er því ekki í hópnum. Giggs er væntanlega á miðjunni sem kemur nokkuð á óvart. Hann hefur þó lagt það í vana sinn að skora á Carrow Road. Annars bara hefðbundið lið miðað við meiðsli og annað.
Upphitun: Norwich – Man Utd
Næsti leikur á dagskrá er á Carrow Road þar sem okkar menn mæta til leiks næstkomandi laugardagseftirmiðdegi. Byrjum á andstæðingum okkar á morgun. Norwich kom upp úr 1.deildinni í fyrra og náði undraverðum árangri með þennan afar „ómerkilega “ hóp sem liðið býr yfir. Þetta er mikið til samansafn leikmanna sem hafa spilað í neðri deildum Englands og því ljóst að Paul Lambert náði að kreista afskaplega mikinn safa úr þessari pínulitlu appelsínu, ef þið skiljið hvert ég er að fara. Nú er hinsvegar enginn Paul Lambert til staðar heldur einungis Chris nokkur Hougton. Hann var rekinn frá Newcastle fyrir þá einu sök að hann var ekki nógu stórt og fínt nafn í knattspyrnuheiminum. Menn bjuggst ekki við miklu frá honum þetta tímabilið og flestir ef ekki allir sem spáðu þessu Norwich liði lóðbeina leið niður í 1. deild. Ég er einn af þeim og hef akkúrat enga trú á þessu Norwich liði og ég stend ennþá fyllilega við spá mína um að liðið falli um deild og endi í 20. sæti þegar öll stigin hafa verið talin.