Ruud van Nistelrooy verður aðalþjálfari Manchester United í fyrsta – og trúlega eina – skiptið þegar liðið tekur á móti Leicester í deildarbikarnum annað kvöld.
Eftir langa þrautagöngu ákváðu stjórnendur United að fullreynt væri með Erik ten Hag og honum var sagt upp störfum í gærmorgun. Strax var ákveðið að Ruud myndi stýra liðinu á meðan nýr þjálfari yrði fundinn. Það virðist hafa gengið hratt og Ruben Amorim gæti jafnvel verið tekinn við fyrir helgi.