Eftir fjóra sigra í Evrópudeildinni í röð hefur hagur Manchester United vænkast verulega. Liðið er öruggt með að komast áfram en gæti enn lent í umspili með óhagstæðum úrslitum og þarf því stig annað kvöld gegn FCSB í Rúmeníu.
Upphitun: Fulham -Manchester United
Manchester United heimsækir Fulham í kvöld á furðulegum leiktíma, um kvöldmat á sunnudagskvöldið. Slíkt hentar eflaust vel til sjónvarpsútsendinga til Bandaríkjanna en síður fyrir vinnandi fólk sem fylgir liðunum. En Fulham virðist yfirhöfuð með miðaverðlagningu sinni ekki hafa áhyggjur af lægri stéttum.
Upphitun: Manchester United – Rangers
Manchester United tekur á móti Glasgow Rangers í næst síðasta leik liðanna í deildarkeppni Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld. United þráir ekkert heitar en sigra og nýja leikmenn en hvort tveggja er vandfundið þessa dagana.
Upphitun: Manchester United – Southampton
Brúnin hefur lyfst heldur á stuðningsmönnum Manchester United eftir fyrstu leiki nýs árs þótt afrekin séu ekki stærri en tvö jafntefli. En það sem raunverulega skilur milli feigs og ófeigs í enska boltanum er hvort viðkomandi spili vel á köldu kvöldi í Stoke. Á morgun verður prófraunin á janúarkvöldi í Manchester gegn Southampton.
Eigendur Manchester United hittust á Íslandi
Fjögur af Glazer-systkinunum sex heimsóttu Vopnafjörð í sumar í boði Jim Ratcliffe sem styður þar við uppvöxt villta Atlantshafslaxsins í gegnum félagið Six Rivers.