Manchester United er úr leik Ungmennadeild UEFA eftir tap gegn Borussia Dortmund eftir vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitum í gærkvöldi. Rauðu djöflarnir höfðu hins vegar ánægju af því að fylgjast með leiknum til að sjá margar af helstu ungstjörnum United.
Manchester United tekur á móti Brighton
Fáum við mörk?
Það er enga hvíld að fá fyrir leikmenn Manchester United sem annað kvöld taka á móti Brighton. Liðið freistar þess að landa sigri eftir þrjú 1-1 jafntefli í röð.
Ekki verður deilt um að United hefur verið mun betra liðið í síðustu þremur viðureignum sínum, en ekki uppskorið sigra eftir því.
Í viðtölum eftir leikinn gegn Southampton á laugardag vísaði Ralf Rangnick til þess að liðið hefði verið með vænt mörk (xG) upp á 2,67. Nú er vissulega rétt að vænt mörk eru aðeins spádómsgildi, því miður ekki alvöru mörk, en þau gefa vísbendingar um gæði þeirra skota og færa sem lið skapa sér og þar með um frammistöðu þeirra.
Ralf vs. Ralph – Southampton á morgun
Manchester United tekur í hádeginu á morgun á móti Southampton. Stjórar liðanna eru gamlir samherjar.
Eftir að hafa komið RB Leipzig upp í efstu deild í Þýskalandi vildi Ralf Rangnick stíga til hliða og einbeita sér að framkvæmdastjórastöðunni. Við af honum tók Ralph Hasenhüttel. Hasenhüttel hélt í hefðir RB-veldisins með kraftmiklum hápressu. Það skilaði árangri, liðið varð í öðru sæti og komst í Meistaradeildina.
Burnley 1:1 Manchester United
Þetta ætlar ekki að takast
Það jákvæða er að framfarir eru vel sýnilegar á leik Manchester United. En það er dýrt að klúðra dauðafærum og láta dæma af sér tvö gegn botnliðinu sem að auki nýtir sitt eina færi.
Ralf Rangnick gerði tvær breytingar á byrjunarliði Manchester United gegn Burnley í gærkvöldi frá leiknum gegn Middlesbrough á föstudag. David de Gea kom inn í stað Dean Henderson og Edinson Cavani byrjaði frammi í staði Cristiano Ronaldo. Seinni breytinguna skýrði Ralf með því að gegn Burnley væri þörf á mörgum stuttum sprettum en spurningin er hvort Ronaldo hafi í raun verið settur á bekkinn eftir að hafa ekki skorað í fjórum leikjum í röð.
Burnley annað kvöld
Ekki þýðir að dvelja lengi við hrakfarirnar gegn Middlesbrough í bikarnum um helgina. Komið er að næsta leik sem er gegn Burnley á Turf Moor.
United getur tekið það með sér út úr leiknum gegn Boro að hafa skapað sér nóg af færum, að sögn Ralf Rangnick til að skora sex mörk í venjulegum leiktíma. Boro tókst hins vegar að slefa inn í vítakeppni og hafa þar betur. Slík úrslit eru einkennandi fyrir „eitt skref áfram – tvö afturábak“ stöðuna sem United hefur verið fast í nú í tæpan áratug.