Æfingaleikur eða keppnisleikur? Bikar er alltaf bikar og stolt er alltaf í húfi gegn Manchester City. En leikurinn í dag mun aldrei gefa of mikið til kynna hvers megi vænta frá liðunum í vetur.
United á toppi deildarinnar
Manchester United er komið á toppinn – bara í vitlausri deild. Samkvæmt yfirliti yfir meiðsli hjá ensku úrvalsdeildarliðunum er United með flesta leikmenn meidda. Erfitt fer að verða að ná í lið fyrir leikinn gegn Sheffield United á morgun.
Upphitun: Hádegisleikur gegn Everton
Manchester United tekur á móti Everton klukkan 12:30 á morgun, laugardag. United þarf að halda áfram að reyna að komast í Evrópusæti. Everton hefur fengið nýtt tækifæri eftir að stigarefsing liðsins var minnkuð.
Nottingham Forest í bikarnum
Manchester United spilar gegn Nottingham Forest í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar annað kvöld. United á góðar minningar úr Nottingham í bikarnum.
Upphitun: Manchester United – Fulham
Meiðsladjöfullinn er mættur á ný í herbúðir Manchester United fyrir leikinn gegn Fulham á Old Trafford á morgun og hefur lokkað til sín Rasmus Höjlund og Luke Shaw. Við því mátti United vart þar sem varamenn þeirra eru ýmist meiddir, ekki til eða óharðnaðir unglingar.