Rasmus Höjlund var lykilmaður í öllum mörkum Manchester United þegar liðið vann Bodø/Glimt 3-2 í Evrópudeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur United á Old Trafford undir stjórn Ruben Amorim.
Önnur þraut Amorimos: Bodø/Glimt
Ruben Amorim stýrir Manchester United í fyrsta sinn á Old Trafford þegar liðið tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í Evrópudeildinni annað kvöld. Ekki eru teljandi breytingar á þeim leikmönnum sem Portúgalinn hefur að spila frá því um helgina.
Nýr þjálfari – gömul úrslit
Ruben Amorim hefði ekki getað óskað sér betri byrjunar – eftir 81 sekúndu hafði Marcus Rashford komið Manchester United yfir. En eftir sem á leið sáust gamlir taktar – það er hugmyndasnauður sóknarleikur og óheppnir andstæðingar.
Upphitun: Leikurinn hans Ruuds
Ruud van Nistelrooy verður aðalþjálfari Manchester United í fyrsta – og trúlega eina – skiptið þegar liðið tekur á móti Leicester í deildarbikarnum annað kvöld.
Eftir langa þrautagöngu ákváðu stjórnendur United að fullreynt væri með Erik ten Hag og honum var sagt upp störfum í gærmorgun. Strax var ákveðið að Ruud myndi stýra liðinu á meðan nýr þjálfari yrði fundinn. Það virðist hafa gengið hratt og Ruben Amorim gæti jafnvel verið tekinn við fyrir helgi.
Icelandair flaug með United til Porto
Flugvél frá Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair, var leigð til að ferja lið Manchester United í og úr leik liðsins gegn Porto í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur að undanförnu markaðssett vélar útbúnar lúxusfarrýmum til evrópskra knattspyrnuliða.
Það var Samuel Luckhurst, sem dekkar United fyrir staðarblaðið Manchester Evening News, sem vakti athygli á því að flugvél United hefði þurft að hringsóla fyrir ofan Porto þegar United flaug þangað á miðvikudag. Glöggir Íslendingar tóku hins vegar eftir að flugferillinn var frá vél með íslenskri skráningu, TF-FIA.