Nýtt tímabil en gamlir draugar ganga enn lausir. Tap fyrir Brighton í byrjun tímabils og Mason Mount er meiddur. En Erik ten Hag hefur áður mætt Liverpool með bakið upp að veggnum og haft betur. Vonandi verður þannig líka um helgina.
Ljóst er að ten Hag verður að gera breytingu á byrjunarliði Manchester United vegna meiðsla Mount. Staðan er þó sú að maðurinn sem hefði trúlega tekið sæti hans fyrir viku er farinn. Jafnvel næsti maður þar fyrir aftan líka. Slíkt gæti kallað á breytingu á leikkerfi.