Meiðsladjöfullinn er mættur á ný í herbúðir Manchester United fyrir leikinn gegn Fulham á Old Trafford á morgun og hefur lokkað til sín Rasmus Höjlund og Luke Shaw. Við því mátti United vart þar sem varamenn þeirra eru ýmist meiddir, ekki til eða óharðnaðir unglingar.
Upphitun: Nottingham Forest í síðasta leik ársins
Manchester United lýkur árinu 2023 á útivelli gegn Nottingham Forest á morgun, laugardag 30. desember klukkan 17:30. Bæði lið unnu í síðustu umferð en hvorugt hefur getað stólað á stöðuga sigra í vetur.
Bóndinn á einkaþotunni
Önnur helgi júlímánaðar árið 2016 var stór á Egilsstaðaflugvelli. Mikil eftirvænting ríkti fyrir komu fyrsta áætlunarflugs bresku ferðaskrifstofunnar Discovcer the World. Það varð endasleppt, eins og fleiri áætlunarflug erlendis frá austur. En daginn áður mættu þrjár einkaþotur með sama merkinu á völlinn. Þær hafa síðan verið fastagestir það. Þetta var í fyrsta sinn sem ég komst í tæri við nafnið Jim Ratcliffe og Ineos.
Upphitun: Áfram haldið í átt að Meistaradeildarsæti
Manchester United mætir Brighton öðru sinni á stuttum tíma, að þessu sinni í ensku úrvalsdeildinni og í Brighton. Sigurinn gegn Aston Villa um síðustu helgi var gott skref í átt að Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð og sigur á morgun myndi gera stöðuna enn betri.
Upphitun: Aston Villa næsti slagur í baráttu um sæti í Meistaradeildinni
United hefði getað stigið stórt skref í átt að Meistaradeildinni með sigri á Tottenham á fimmtudag en varð bensínlaust í seinni hálfleik og missti tveggja marka forustu niður í jafntefli.