Manchester United verður með annan fótinn í Lundúnaborg í vikunni og byrjar á leik gegn Crystal Palace í kvöld. Vonir eru um að liðið haldi áfram þeirri frábæru siglingu sem það hefur verið á og að nýjasti leikmaðurinn, Wout Weghourst, verði frumsýndur.
Weghurst kom í lok síðustu viku að láni frá Burnley. Hann var upphaflega keyptur þangað fyrir ári frá Wolfsburg í Þýskalandi en vildi fara í haust eftir að Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann lánaður til Besiktas í Tyrklandi og hefur leikið ágætlega þar síðustu vikur.