Manchester United virtist ætla að halda áfram að auka ógæfu Tottenham og fara langt með að klára baráttuna í meistaradeildarsæti þegar liðið var 0-2 yfir í hálfleik á Hotspur Way í kvöld. Þversláin og orkuleysi kostaði United síðan tvö stig í seinni hálfleik.
Upphitun: United fyrsti andstæðingur nýs bráðabirgðastjóra Tottenham
Tottenham rak bráðabirgðastjórann eftir 6-1 tap fyrir Newcastle um helgina. Hjá Manchester United er gæti Bruno Fernandes misst af sínum fyrsta leik í fleiri ár vegna meiðsla. Liðin mætast í Lundúnum annað kvöld.
Upphitun: Brighton í undanúrslitum bikarsins
Á tímabili í vetur átti Manchester United raunhæfan möguleika á fjórum titlum. Deildarbikarinn er í húsi en Englandsmeistaratitillinn óraunhæfur og liðið úr leik úr Evrópudeildinni eftir slæmt tap gegn Sevilla á fimmtudag. Á sunnudag er röðin komin að Brighton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.
Weghorst frumsýndur í kvöld?
Manchester United verður með annan fótinn í Lundúnaborg í vikunni og byrjar á leik gegn Crystal Palace í kvöld. Vonir eru um að liðið haldi áfram þeirri frábæru siglingu sem það hefur verið á og að nýjasti leikmaðurinn, Wout Weghourst, verði frumsýndur.
Weghurst kom í lok síðustu viku að láni frá Burnley. Hann var upphaflega keyptur þangað fyrir ári frá Wolfsburg í Þýskalandi en vildi fara í haust eftir að Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann lánaður til Besiktas í Tyrklandi og hefur leikið ágætlega þar síðustu vikur.
Laxveiðiár í Vopnafirði og Manchester United
Enski auðjöfurinn Jim Ratcliffe, sem undanfarin ár hefur keypt upp land í kringum laxveiðiár í Vopnafirði og víðar á Norðausturlandi, hefur nú lýst yfir áhuga á að eignast enska knattspyrnufélagið Manchester United.