Fáum við mörk?
Það er enga hvíld að fá fyrir leikmenn Manchester United sem annað kvöld taka á móti Brighton. Liðið freistar þess að landa sigri eftir þrjú 1-1 jafntefli í röð.
Ekki verður deilt um að United hefur verið mun betra liðið í síðustu þremur viðureignum sínum, en ekki uppskorið sigra eftir því.
Í viðtölum eftir leikinn gegn Southampton á laugardag vísaði Ralf Rangnick til þess að liðið hefði verið með vænt mörk (xG) upp á 2,67. Nú er vissulega rétt að vænt mörk eru aðeins spádómsgildi, því miður ekki alvöru mörk, en þau gefa vísbendingar um gæði þeirra skota og færa sem lið skapa sér og þar með um frammistöðu þeirra.