Manchester United verður fyrsti mótherji Aston Villa undir stjórn Unai Emery, sem tók við í vikunni eftir brottrekstur Steven Gerrard. Liðin mætast nú tvisvar í síðustu vikunni áður en hlé verður gert vegna heimsmeistarakeppninnar.
Eitt mark ekki nóg gegn Socidedad
Manchester United þarf að fara Axarveg og spila í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-1 sigur á Real Sociedad á Spáni í lokaumferð E-riðils í kvöld. United þurfti að vinna með tveggja marka mun til að ná toppsætinu og fara beint í 16-liða úrslitin en tókst ekki að fylgja eftir ágætri byrjun.
„Sheriff getur alveg unnið Manchester fyrst það vann á Bernabeu í fyrra“
Manchester United mætir í kvöld FC Sheriff Tiraspol frá Moldóvu í Evrópudeildinni. Tveir fyrrum leikmenn Sheriff, þeir Maxim Iurcu og Serghei Diulgher hafa í sumar spilað með Einherja frá Vopnafirði í íslensku fjórðu deildinni. Rauðu djöflarnir hittu Maxim og Serghei eftir að Einherji tryggði sér sæti í þriðju deildinni að ári í gærkvöldi og fræddist um þá sjálfa, Moldóvu og Sheriff.
Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag
Erik ten Hag stýrði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í dag þegar Brighton kom í heimsókn. Nýr stjóri og tveir nýir leikmenn í byrjunarliði dugðu ekki gegn Brighton því með þeim inn á voru níu leikmenn frá síðustu leiktíð.
Að mörgu leyti er það synd að skrifa um þennan leik fyrir Manchester United síðu því það kallar á að fyrst og fremst er fjallað um United. Brighton verðskuldar hins vegar fullt af fögrum orðum fyrir sigurinn sem byggðist á framúrskarandi fyrri hálfleik.
Hugleiðingar að loknum æfingaleikjum
Manchester United lauk um helgina undirbúningstímabili sínu með tveimur leikjum á tveimur dögum gegn spænskum liðum en hafði þar áður leikið fjóra leiki í Tælandi og Ástralíu. Æfingaleikirnir voru frumsýning nýs þjálfara, Erik ten Hag. Hér er það helsta sem stendur upp úr eftir leikina.