Brotthvarf Rashford fyrir Alejandro Garnacho var eina breytingin á byrjunarliðinu síðan í leiknum gegn Nottingham Forest í vikunni. Luke Shaw var sem sagt áfram valinn sem vinstri miðvörður, sem hlýtur að fá Harry Maguire til að velta fyrir sér stöðu sinni. Viktor Lindelöf var á bekknum eftir veikindi.
Upphitun: Árinu lýkur gegn Wolverhampton
Manchester United lýkur leik þetta árið með því að heimsækja Wolverhampton Wanderes í hádeginu á morgun, gamlársdag. Enn er verið að fást við afföll í vörninni en það stendur til bóta því heimsmeistarinn er mættur til æfinga.
Burnley fyrsti mótherjinn eftir HM-hlé
Manchester United hefur leik á ný eftir mánaðarlangt hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu þegar liðið tekur á móti Burnley á morgun miðvikudag í 16 liðar úrslitum enska deildarbikarsins.
Fyrsti leikur Emery með Villa
Manchester United verður fyrsti mótherji Aston Villa undir stjórn Unai Emery, sem tók við í vikunni eftir brottrekstur Steven Gerrard. Liðin mætast nú tvisvar í síðustu vikunni áður en hlé verður gert vegna heimsmeistarakeppninnar.
Eitt mark ekki nóg gegn Socidedad
Manchester United þarf að fara Axarveg og spila í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-1 sigur á Real Sociedad á Spáni í lokaumferð E-riðils í kvöld. United þurfti að vinna með tveggja marka mun til að ná toppsætinu og fara beint í 16-liða úrslitin en tókst ekki að fylgja eftir ágætri byrjun.