Manchester United mætir í kvöld FC Sheriff Tiraspol frá Moldóvu í Evrópudeildinni. Tveir fyrrum leikmenn Sheriff, þeir Maxim Iurcu og Serghei Diulgher hafa í sumar spilað með Einherja frá Vopnafirði í íslensku fjórðu deildinni. Rauðu djöflarnir hittu Maxim og Serghei eftir að Einherji tryggði sér sæti í þriðju deildinni að ári í gærkvöldi og fræddist um þá sjálfa, Moldóvu og Sheriff.
Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag
Erik ten Hag stýrði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í dag þegar Brighton kom í heimsókn. Nýr stjóri og tveir nýir leikmenn í byrjunarliði dugðu ekki gegn Brighton því með þeim inn á voru níu leikmenn frá síðustu leiktíð.
Að mörgu leyti er það synd að skrifa um þennan leik fyrir Manchester United síðu því það kallar á að fyrst og fremst er fjallað um United. Brighton verðskuldar hins vegar fullt af fögrum orðum fyrir sigurinn sem byggðist á framúrskarandi fyrri hálfleik.
Hugleiðingar að loknum æfingaleikjum
Manchester United lauk um helgina undirbúningstímabili sínu með tveimur leikjum á tveimur dögum gegn spænskum liðum en hafði þar áður leikið fjóra leiki í Tælandi og Ástralíu. Æfingaleikirnir voru frumsýning nýs þjálfara, Erik ten Hag. Hér er það helsta sem stendur upp úr eftir leikina.
Manchester United 1:1 Chelsea
Málshátturinn segir að „litlu verði Vöggur feginn.“ Manchester United verðskuldaði vart stig í kvöld en eftir tvö hrikalega ósigra í röð er stigið velkomið í baráttunni um að slefa inn í Evrópukeppni. Jöfnunarmarkið á líka heima í samantekt yfir það besta frá liðinu í vetur – þótt samkeppnin þar sé ekki hörð.
Erik ten Hag er næsti stjóri Manchester United
Loksins er leyndarmálinu sem öll vissu ljóstrað upp.
https://twitter.com/ManUtd/status/1517083257539637248
https://twitter.com/ManUtd/status/1517088504525860864
Fylgst með Ten Hag
Lið hans Ajax spilaði á páskadag til úrslita um hollenska bikarinn gegn PSV Eindhoven.
Eflaust eru einhverjir betur inni í hollenskum fótbolta og Ajax heldur en ég, en undanfarna mánuði hafa skapast nokkur tækifæri til að horfa á Ajax. Samhliða hrakförum Manchester United gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni gat ég haft annað augað á Ajax – Benfica. Það kvöld lá Ajax á Benfica, vann boltann hátt og átti sæg af tækifærum en að lokum var það annar eftirsóttur einstaklingur, Darwin Nunez, sem skoraði úr eina færi Benfica.