Lið United leit svona út, Anthony Martial er farinn til Parísar til að vera viðstaddur fæðingu barns síns og Alexis Sánchez var fremstur, með Mata rétt við hlið og aftar. Matteo Darmian var fyrirliði gegn liðinu sem hann hóf ferilinn með.
Joel Pereira kom inná fyrir Grant í hálfleik, Tim Fosu-Mensah fyrir Shaw um miðjan seinni hálfleik og Ethan Hamilton fyrir Mata undir lokin.
United byrjaði nokkuð vel og Sánchez skoraði eftir 12 mínútur. Juan Mata gaf frábæra stungusendingu inn á hann og Sánchez skoraði vel í fjær.