Manchester United vann fyrsta æfingaleik tímabilsins þegar liðið mætti Club America í Seattle. Fyrir leikinn voru helstu spurningarmerkin hvaða leikkerfi yrði fyrir valinu og hvar Memphis Depay og Adnan Januzaj myndi spila. Við fengum svör við þessu öllu saman í nótt.
Liðið sem spilaði fyrri hálfleik var svona, í einhverskonar 4-2-3-1/4-4-1-1
David de Gea og Antonio Valencia voru ekki með vegna smávægilegra meiðsla. Memphis var í holunni rétt fyrir aftan Rooney en annað var tiltölulega hefðbundið.