Fjögur af Glazer-systkinunum sex heimsóttu Vopnafjörð í sumar í boði Jim Ratcliffe sem styður þar við uppvöxt villta Atlantshafslaxsins í gegnum félagið Six Rivers.
Almennt
Rauðu djöflarnir vakna!
Eins og dyggustu lesendur hafa tekið eftir hefur síðan legið í sumardvala. Af ýmsum ástæðum og aðstæðum pennanna var vorið erfitt í að manna skýrslur og fleira og það var því kærkomið sumarfrí sem við tókum okkur.
En nú er komið að alvörunni aftur og pennar hafa peppast upp á ný og planið fyrir haustið lítur vel út.
Við viljum því vara ykkur við að þetta er allt að fara í gang aftur, fyrsta upphitun kemur á morgun með hnausþykku yfirliti yfir sumarið og allt sem því fylgdi. Til að koma þessu vel í gang aftur biðjum við ykkur að vera duglega að deila síðunni okkar á samfélagsmiðlum, kommenta hér og á facebook og hjálpa okkur að koma skrjóðnum á fulla ferð!
Laxveiðiár í Vopnafirði og Manchester United
Enski auðjöfurinn Jim Ratcliffe, sem undanfarin ár hefur keypt upp land í kringum laxveiðiár í Vopnafirði og víðar á Norðausturlandi, hefur nú lýst yfir áhuga á að eignast enska knattspyrnufélagið Manchester United.
Ferðalag til Fulham
United heimsækir Fulham í síðast leik sínum fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember. Fyrir þessa umferð var United 3 stigum á eftir Tottenham í fjórða sæti og 4 stigum á eftir Newcstle en United á leik til góða á bæði þessi lið. Það er nauðsynlegt að United endi fyrri hluta mótsins á góðum nótum og helst sem næst liðunum í 3 & 4 sæti. Gestgjafar United um helgina eru Fulham menn sem hafa staðið sig ágætlega á tímabilinu en þeir sitja í 9.sæti með 19 stig jafn mörg stig og Liverpool. Það virðist sem svo að Fulham sé að hugsa um. að halda sér í úrvalsdeildinni í ár sem er ólíkt þeim þar sem undanfarin ár hafa þeir ásamt Norwich fullkomnað þá list að; gjörsamlega ganga frá Championship deildinni, komast í úrvalsdeildina, ekki geta neitt þar og falla.
Engin Ofurdeild
Eftir ansi dramatíska tvo sólarhringa frá tilkynningu tólf stórliða evrópskar knattspyrnu um stofnun svokallaðrar Ofurdeild Evrópu virðist vera sem að allur grundvöllur fyrir tilvist hennar sé ekki lengur til staðar. Áformum þessum var mætt af mikilli andstæðu aðdáenda, leikmanna og stjóra félaganna og sameinaðist stuðningsfólk óháð því hvaða lið það styður. Í allan dag vofði yfir að tvö liðanna sex frá Englandi væri komin með bakþanka en það voru Chelsea og Manchester City.