Á morgun klukkan 16:15 er Manchester United er að fara að spila undanúrslitaleik í FA bikarnum á Wembley Stadium. Í gegnum árin hefur United verið tíður gestur á Wembley, hvort sem það var í Samfélagsskildinum, deildarbikar nú eða jafnvel í úrslitaleik Meistaradeildar. Hlutirnir hafa hinsvegar ekki alltaf gengið upp hjá okkur í FA bikarnum síðan liðið vann bikarinn árið 2004. United hefur tapað í úrslitum gegn bæði Arsenal (2005) og Chelsea (2007) og svo tapað undanúrslitum gegn einmitt Everton (2009) og Man City (2011). Þrátt fyrir að þessi bikar hafi vafist fyrir okkur þá hafði liðið alltaf í nógu að snúast á öðrum vígstöðvum og verið í bullandi séns að vinna aðra titla. Þar af leiðandi hefur la-la árangur í FA bikarnum kannski ekki truflað okkur svo mikið.
Enska bikarkeppnin
West Ham United 1:2 Manchester United
Það kom ekki á óvart þegar liðið var birt að enn á ný treysti Louis van Gaal Marouane Fellaini til að taka á móti West Ham. Það kom öllu meira á óvart að það var Schneiderlin en ekki Carrick sem þurfti að víkja, en auðvitað var það alveg í takt við tímabil Schneiderlin hingað til.
Það sem kom enn meira á óvart þegar leikurinn hófst var að liðið lék í fyrsta sinn í langan tíma 4-3-3, með Carrick aðeins afturliggjandi.
Síðasti séns – West Ham á morgun
Það er leikur í bikarnum á morgun kl 18:00 að íslenskum tíma, klukkan sex
Þetta er gamalkunn tilfinning. Búnir að missa af því sem máli skiptir en núna er það bikarinn og það er alltaf séns í bikarnum.
Embed from Getty Images
1948
Reyndar mjög gömul tilfinning, og hefur ekki gert vart við sig síðan sirka 1990. Það var það titillinn sem máli skiptir, nú er það Arséne Wenger bikarinn, fjórða sætið í deild.