Svo vitnað sé í undirritaðan í nýjasta hlaðvarpi Rauðu djöflanna
Preston er svo fornfrægt lið að það var meira að segja gott áður en ég man eftir mér
Preston North End voru stofnfélagar ensku deildarinnar og urðu Englandsmeistarar 1889 og 1890 og ekki nóg með það heldur unnu þeir bikarinn líka 1889 og voru því fyrsta liðið til að vinna það afrek. Því miður fyrir liðið endurtók það aldrei neitt þvílíkt, Bikarinn reyndar kom á Deepdale 1905 og 1938 og síðan ekki söguna meir. Liðið varð nokkrum sinnum í öðru sæti, síðast 1958.