Manchester United mætir Wigan Athletic í síðasta leik 3. umferðar þeirrar elstu og virtustu, FA bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram á DW leikvellinum, heimavelli Wigan, klukkan 20:15 á morgun, mánudaginn 8. janúar. Leikurinn er sá fyrsti sem United spilar árið 2024, það verður vonandi til þess að United byrji árið 2024 á allt annan hátt en liðið lauk árinu 2023. Wigan Athletic er í League One eða þriðju efstu deild á Englandi (C-deild fyrir Rúv-arana þarna úti). Þetta ætti því ekki að vera sérstaklega erfiður leikur fyrir djöflana frá Manchester. Það hins vegar virðast allir leikir vera erfiðir leikir fyrir United núorðið og alls ekkert ólíklegt að peppaðir Wigan menn stríði þunglamalegum United leikmönnum. Wigan liðið er ekkert í sérstaklega góðum málum, liðið situr í 18. sæti League One, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Liðið sigraði 5. deildar (National League) liðið York City, 0-1 til þess að komast í 3. umferð bikarsins en hafði á undan því unnið 2-0 sigur á Exeter í 1. umferð bikarsins, en Exeter spilar einnig í League One. Gamall vinur okkar United manna Ben Amos leikur í dag með Wigan en hefur misst sætið sitt til Sam Tickle 21 árs ungstirnis. Það er ekki mikið um aðra þekkta leikmenn í Wigan liðinu en fyrrum leikmaður liðsins Shaun Maloney en hann lék með liðinu síðast þegar það var í úrvalsdeild.
Enska bikarkeppnin
United 1 : 2 City
United mætti City í bikarúrslitaleik FA bikarsins, keppninni sem er kölluð sú elsta og virtasta í Englandi. Það kom ekki mikið á óvart í uppstillingu Ten Hag fyrir leikinn nema kannski að Fred byrjaði leikinn, Eriksen byrjaði í holunni og Bruno út á kanti. Meiðsli eru náttúrulega enn að plaga United en Antony var frá, Martial meiddist í lokaræðu Ten hag eftir leikinn gegn Fulham og Martinez auðvitað enn meiddur.
Bikarúrslitaleikur!
Það eru fá lið með jafn mikla bikarhefð og Manchester United. Reyndar bara eitt – Arsenal. Við sem aðeins eldri erum munum þegar bikarsigur var regluleg hefð, ýmist til sárabótar fyrir slæmt gengi í deild á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eða sem hluti af tvennum á þeim tíunda. Þá fór United í efsta sæti þessa lista en á tuttugustu og fyrstu öldinni hafa eingöngu bæst við tveir sigrar – 2004 og 2016. United hefur því alls heimt bikarinn tólf sinnum Árin 2005 og 2018 töpuðust úrslitaleikir en á meðan hefur Arsenal unnið reglulega og er því tveimur sigrum á undan United.
Manchester United 0:0 Brighton and Hove Albion (7-6 e.v.)
Harry Maguire var í banni og vörnin var mjög óvenjuleg. Diogo Dalot var tekin framfyrir Tyrell Malacia og Luke Shaw lék i miðverði.
Varamenn: Bultland, Malacia (102′), Williams, Fred (62′), Pellistri, Sabitzer (90′), Elanga, Sancho (85′), Weghorst (102′)
Lið Brighton var án Evan Ferguson og Dat Guy Danny Welbeck leiddi sóknina.
Fyrsta færið kom í hlut Brighton, Antony ýtti klaufalega við Mitoma við teiginn og þaðð þurfti prýðilega skutlu frá De Gea til að slá aukaspyrnu Mac Allister í horn. Brighton voru mun sterkari, og réðu miðjunni og það var ein fyrsta sókn United þegar Bruno tók skot utan teigs sem Sánchez varði, á fimmtándu mínútu. Bruno kveikti aðeins í United með þessu og þeir gerðu smá atlögu að marki Brighton en það entist ekki lengi og sama mynstrið hélt áfram, Brighton mun meira með boltann.
Upphitun: Brighton í undanúrslitum bikarsins
Á tímabili í vetur átti Manchester United raunhæfan möguleika á fjórum titlum. Deildarbikarinn er í húsi en Englandsmeistaratitillinn óraunhæfur og liðið úr leik úr Evrópudeildinni eftir slæmt tap gegn Sevilla á fimmtudag. Á sunnudag er röðin komin að Brighton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.