Eftir að hafa átt í töluverðum vandræðum með West Ham í þriðju umferð FA bikarsins var komið að því að taka á móti Fulham í fjórðu umferð á Old Trafford. Á síðustu tveimur árum hefur Manchester United gengið frekar vel gegn Fulham, í síðustu 6 viðureigum hefur United 5 sinnum haft betur og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Maður var því tiltölulega bjartsýnn fyrir leikinn í dag og drengirnir okkar sýndu að maður hafði allan rétt á því. Ferguson gerði sex breytingar á liðinu frá leiknum við Tottenham.
Enska bikarkeppnin
Byrjunarliðið gegn Fulham
Liðið gegn Fulham er komið:
De Gea
Rafael Jones Smalling Evra
Carrick Anderson
Nani Rooney Giggs
Hernandez
Varamenn: Lindegaard, Ferdinand, Kagawa, Scholes, Valencia, van Persie, Welbeck
Bikarleikur gegn Fulham á Old Trafford
Fyrsti heimaleikur United í deildinni þetta tímabil var gegn Fulham, fyrsti af mörgum 3:2 sigrum tímabilsins. Þessi lið eru á ólíkum stað í deildinni þar sem United er á toppnum á meðan Fulham er í 14. sæti sex stigum frá fallsæti. Einhverjir gætu sagt að við værum óheppin að fá strax 2 úrvalsdeildarlið í röð svona snemma í keppninni, reyndar hafa verstu klúðrin yfirleitt verið gegn liðum úr deildunum fyrir neðan.
Manchester United 1:0 West Ham
Sir Alex gerði tíu breytingar á byrjunarliði, enda var þessi leikur allt í einu hættur að vera leiðindatruflun milli erfiðra deildarleikja og í staðinn fínn til að koma með menn til baka úr meiðslum og auka leikæfingu.
Það tók ekki langan tíma þangað til Wayne Rooney tók upp markaþráðinn þar sem hann hafði skilið við hann fyrir meiðsli. Anderson átti frábæra sendingu upp á Hernandez sem var hárfínt réttstæður, óð upp í teig og lagði boltann snyrtilega fyrir Rooney sem skoraði í opið mark.
Liðið gegn West Ham
Liðið komið, rótasjón og endurkomur eftir meiðsli allsráðandi!
Lindegaard
Rafael Smalling Jones Büttner
Valencia Anderson Giggs Nani
Hernandez Rooney
Varamenn: Amos, Ferdinand, Carrick, Welbeck, Van Persie, Scholes, Kagawa
Og það er nóg af kanónum á bekknum til breyta leiknum ef þarf. Líst vel á þetta!