Hún verður ekkert rosaleg löng þessi upphitun þar sem ekki er langt síðan að þessi lið mættust síðast. Í millitíðinni unnum við Liverpool heima á meðan West Ham töpuðu úti gegn Sunderland 3:0.
Á dögunum bárust þær fréttir að meiðslalistinn frægi væri að verða styttri og nánast allir heilir fyrir leik morgundagsins fyrir utan Jonny Evans sem er eitthvað meiddur í hásin. Svo er óvíst hvort Wayne Rooney verði með en hann hefur verið í leyfi eftir að konan hans missti systur sína á dögunum. Nemanja Vidic og Ashley Young verða líklega hvíldir eftir að hafa farið laskaðir af velli á sunnudaginn.