Í kjölfarið á afgerandi og sanngjörnu tapi gegn Manchester City í Carabao bikarnum þá er komið að næsta bikar. Manchester United hefur ekki unnið bikarinn síðan 2016 gegn Crystal Palace í síðasta leik Louis van Gaal með liðið. Eins og frægt er orðið þá hefur United tapað í fjórum undunúrslitaleikjum í röð. En þar sem frekar langt er í þá stöðu í þessari keppni og Evrópudeildinni. Þar af leiðandi má gera sér vonir um sigur gegn Watford liði sem hefur átti betri daga.
Enska bikarkeppnin
Manchester United 1:3 Chelsea
Manchester United er úr leik í enska bikarnum þetta árið eftir mjög slaka frammistöðu gegn Chelsea. Þetta þýðir að Chelsea mun mæta Arsenal í úrslitaleiknum.
Í fljótu bragði er hægt að kvarta yfir andleysi leikmanna og lélegri spilamennsku. Það er þó hægt að afsaka frammistöðuna að einhverju leyti. Útaf einhverji fáránlegri ástæðu fær Chelsea tveimur fleira daga til að undirbúa sig fyrir þennan leik og gat í raun stillt upp sínu sterkasta liði á meðan United varð að hvíla einhverja leikmenn fyrir leikinn gegn West Ham í næstu viku. Vandamálið er að þeir leikmenn sem ekki hafa verið að spila mikið undanfarið gerðu ekkert til að gera tilkall til þess að fá fleiri mínútur og hinir voru augljóslega þreyttir. Það útskýrir einbeiningarleysi þeirra Lindelöf og Maguire sem áttu sinn slakasta leik í langan tíma.
Manchester United mætir Chelsea
Manchester United mætir Chelsea á Wembley í seinni undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar á morgun. Þetta verður fjórða viðureign liðanna í vetur en United hefur unnið hina þrjá leikina sem voru deildarleikir og leikur í deildarbikarnum. En þetta er bikarkeppnin og þar skipta fyrri viðureignir eða staða liðanna engu máli, það eina sem skiptir máli er þessi leikur framundan. United liðið hefur staðið sig mjög vel síðan Pogba og Rashford komu aftur inn í liðið í sumar og það að liðið geti eigi enn möguleika á tveimur titlum er frábært.
Derby 0:3 Manchester United
Í kvöld fór fram síðasti leikurinn í bikarnum þegar Wayne Rooney og félagar í Derby tók á móti United. Í vikunni komust Arsenal, Sheffield United, Manchester City, Leicester, Newcastle og Chelsea eru öll komin áfram og þá lögðu kanarífuglarnir í Norwich lærisveina José Mourinho í leik þar sem sigurvegarinn myndi mæta sigurvegara úr leik kvöldsins.
Ole Gunnar Solskjær stillti upp í hefðbundið 4-2-3-1 með óhefðbundnu byrjunarliði þar sem Mata var út á hægri kantinum og Lingard á þeim vinstri með nígeríska prinsinn Ighalo upp á toppnum.
Manchester United heimsækir Derby County
Á morgun fer fram síðasti leikur 16-liða úrslita FA bikarsins. Wayne Rooney og félagar hans í Derby taka þá á móti Manchester United. Gengi Derby í Championship deildinni hefur ekki verið alltof gott en liðið situr nú í 13. sæti og er 8 stigum frá umspilssæti. Wayne Rooney gekk til liðs við Derby í janúar glugganum og hefur staðið sig þokkalega. Rooney hefur spilað 14 leiki í öllum keppnum og skorað í þeim 4 mörk og lagt upp 2.