Ef þessi sami bikarleikur hefði verið settur á fyrir 6 vikum síðan þá hefði maður líklega upplifað miklu meira stress en spennu fyrir leik og sennilega óskað eftir því að skemmtanastigið í leiknum yrði við frostmark því þar lægju helst möguleikar Manchester United til að fá eitthvað út úr þessum leik. Ó, hve mikil breyting hefur orðið á ekki lengri tíma. Núna beið undirritaður óþreyjufullur alla vikuna eftir leiknum, hlakkaði mikið til að sjá hvernig liðið yrði og var verulega bjartsýnn bæði á að leikurinn gæti orðið skemmtilegur áhorfs og að það myndi einmitt þýða að Manchester United ætti góðan séns á að halda sigurgöngu sinni áfram. Enda gekk það líka eftir!
Enska bikarkeppnin
Stórleikur í bikarnum
Eins og við fórum yfir í nýjasta þættinum af Djöflavarpinu, sem kom út í byrjun vikunnar, þá hefur liðinu okkar gengið helvíti vel síðasta mánuð. Gengið hefur verið fullkomið hvað úrslit snertir, sjö sigrar í sjö leikjum. Raunar er það svo að strákarnir hans Solskjærs hafa ekki einu sinni lent undir síðan hann tók við liðinu. Aðeins einu sinni hefur liðið haldið inn í leikhlé án þess að hafa náð forskoti. United hefur unnið 10 hálfleika af 14 síðan Norðmaðurinn fljúgandi tók við liðinu, seinni hálfleikurinn gegn Brighton er eini hálfleikurinn sem liðið hefur tapað síðan stjóraskiptin áttu sér stað, rétt eftir miðjan desember. Liðið hefur líka komið sér aftur í bullandi Meistaradeildarsætisbaráttu í deildinni og er komið í 4. umferð enska bikarsins þar sem andstæðingurinn er einn af hörðustu erkifjendum okkar manna frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Það verður alvöru áskorun að takast á við Arsenal á erfiðum útivelli. Við hljótum að hlakka til að sjá hvað Solskjær og þjálfarateymið ætla að bjóða okkur upp á í þeim leik.
Chelsea 1:0 Manchester United
Þessi leikur endurspeglaði allt það sem verið hefur að hjá Manchester United undir stjórn José Mourinho.
Bikarúrslit á Wembley
Á morgun munu tveir af risum enskrar knattspyrnu sleikja sárin eftir erfitt tímabil og reyna að gera gott úr því með því að vinna elstu og virtustu bikarkeppni í heimi.
Manchester United reynir þá að vinna sinn þrettánda bikarsigur sem myndi aftur færa félagið upp að hlið Arsenal í fjölda slíkra.
Ellefu fyrstu bikurunum voru gerð góð skil hér fyrir tveimur árum þegar United vann Crystal Palace í bikarúrslitum á eftirminnilegan hátt. Sá sigur batt enda á 12 ára bikarlaust tímabil, það lengsta sem fólk á mínum aldri man, en náði þó ekki að bjarga starfi Louis van Gaal.
Manchester United 2:1 Tottenham Hotspur
Paul Pogba og Ander Herrera gerðu nóg í leiknum gegn Bournemouth til að tryggja sér sæti í liðinu í dag. Alexis Sánchez var síðan treyst til að vera á vinstri kantinum. Vörnin var eins og spáð var, sú sama og í leiknum slæma í janúar.
Varamenn: Joel Pereira, Lindelöf, Mata, Martial, Rashford (83.), Fellaini (93), Darmian (79.)
Lið Tottenham var næstum eins og spáð var nema að Michael Vorm var í markinu í stað Hugo Lloris