Manchester United hafði ekki unnið leik á útivelli síðan kraftaverkið í París átti sér stað í byrjun mars á þessu ári. Þegar Rashford tryggði United sigur með dramatískri vítapspyrnu var United að vinna 9. útileikinn í röð. Síðan þá hafði liðið spilað 11 útileiki í öllum keppnum, tapað 7 þeirra og gert 4 jafntefli. En þá kom að því að liðið braut ísinn, með strembnum útisigri gegn Partisan í Serbíu. Eftir það fylgdi svo annar útisigur, töluvert auðveldari, gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni. Nú er svo komið að þriðja útileiknum í röð, deildarbikarslagur gegn heitu Chelsealiði Franks Lampard. Solskjær hafði betur í slag þessara ungu stjóra, tveggja fyrrum goðsagnaleikmanna sinna félaga, í fyrstu umferð deildarinnar en Lampard virðist þó vera að sýna það að hann sé tilbúnari í sitt verkefnið en Norðmaðurinn okkar. Í það minnsta hefur hann verið að fá meira út úr sínu liði en Solskjær og virðist vera að fá meira bæði út úr reynslumiklu leikmönnunum og ungu, efnilegu leikmönnunum sínum.
Enska deildarbikarkeppnin
Bikarævintýri eða bikarOUT?
Ný vika – Ný áskorun
Eftir hreint út sagt hroðalega frammistöðu um síðustu helgi í deildinni er komið að fyrsta leik Manchester United í Carabao bikarnum. Deildarbikarnum fylgja yfirleitt óvænt úrslit og mikil dramatík en keppnin er gjarnan nýtt af stóru liðunum til að leyfa ungu og efnilegu pjökkunum að spreyta sig á erfiðari andstæðingum en þeir eru vanir.
United hefur hins vegar flesta sína ungu og efnilegu leikmenn í hópnum nú þegar og þeir byrja ekki inn á í leikjum, verma þeir bekkinn. Hópurinn er einfaldlega það þunnur að við megu ekki við því að fá fleiri á meiðslalistann og ungu leikmennirnir þurfa að vera klárir í deildarleiki.
Manchester United 3:1 Huddersfield Town
Fyrir leik bárust þær fréttir að Anthony Martial væri ekki einu sinni í leikmannahópnum fyrir þennan leik. Af gömlum vana fóru einhvers staðar í gang vangaveltur um mögulegt ósætti en skýringin reyndist vera að Martial hafði veikst um jólin. Solskjær sagðist þó bjartsýnn á það að hann yrði búinn að jafna sig fyrir leikinn gegn Bournemouth um helgina.
Solskjær gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu og gaf hinum unga og bráðefnilega Angel Gomes tækifæri til að upplifa aðalliðsbolta með því að setjast á bekkinn. Byrjunarlið Manchester United í leiknum var svona:
Manchester United 2:2 Derby County
B-deildarlið Derby kom, sá og sigraði í 3. umferð enska deildabikarsins á Old Trafford í kvöld er Manchester United mistókst að vinna þriðja heimaleikinn í röð. Úff. Staðan var 2:2-eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni (framlengingunni hefur verið kippt út úr fyrri umferðum) og þar máttu okkar menn þola 8:7-tap en Phil Jones var sá eini sem klúðraði spyrnu í kvöld.
Mourinho og Lampard etja kappi
Frank Lampard mætir með lærisveina sína í Derby á Old Trafford annað kvöld í þriðju umferð enska deildabikarsins. José Mourinho og Lampard þekkjast vel enda lék sá síðarnefndi undir stjórn Portúgalans hjá Chelsea við góðan orðstír; þeir unnu svo þessa ágætu keppni saman í tvígang.
Eftir enn eitt svekkelsið gegn Úlfunum í úrvalsdeildinni um helgina er ekki við öðru að búast en að breytt lið hafi betur gegn B-deildarliði Derby, annað væri skellur. Liðið hefur farið ágætlega af stað undir stjórn Lampard sem tók við í sumar, situr í 6. sæti með fimm sigra í níu leikjum.