Í kvöld tók Bristol City á móti okkar mönnum í United á Ashton Gate Stadium í síðasta leik 8-liða úrslita deildarbikarsins. Zlatan Ibrahimovic, Anthony Martial og Marcus Rashford byrjuðu allir inn á og ef það eitt og sér var ekki nóg til að knattspyrnuáhugamenn fái vatn í munninn þá veit ég ekki hvað. Stemmingin á vellinum var vægast sagt alvöru bikarstemmning og gífurlega spennandi kvöld. United spilaði í gráu varavarabúningunum í kvöld en eins og eldri stuðningsmenn muna eftir þá hefur grái liturinn ekki alltaf verið sú heilladís sem hönnuðir búninganna hafa vonast eftir. Kvöldið í kvöld var ekki undantekning á reglunni.
Enska deildarbikarkeppnin
Bristol City býður í bikarveislu
Á morgun ferðast Manchester United til Bristol þar sem landsliðsmaðurinn Hörður Magnússon og félagar í Bristol City F.C. taka á móti okkur í 8-liða úrslitum Carabao deildarbikarsins. Nú fer leikjaálagið að þyngjast í kringum hátíðirnar en United á nánast leik á þriggja daga fresti út mánuðinn og því liggur í augum uppi að José Mourinho þarf að vera duglegur að gera breytingar á liðinu milli leika.
Swansea 0:2 Manchester United
Í kvöld var förinni heitið til Wales í 16. liða úrslitum deildarbikarsins. Eins og við var að búast mætti United með hálfgert varalið á völlinn þar sem okkar bíður erfiður heimaleikur gegn Tottenham sem hafa verið á miklu flugi undanfarið. Lykilmenn eins og De Gea, Mkhitaryan, Mata og Valencia voru hvíldir og Lukaku og Matic komu inná sem varamenn. Liðið var því talsvert breytt frá deildarleiknum um síðustu helgi og nokkrir af ungu strákunum fengu að spreyta sig.
United heldur til Wales í deildarbikarnum.
Þá er komið að næsta leik okkar í deildarbikarnum en að þessu sinni liggur leið United á Liberty Stadium í Wales þar sem Swansea tekur á móti okkur. Síðast þegar við mættum í heimsókn sóttum við þrjú stig og tókst að skora fjögur mörk eins og reyndar oft áður á þessu tímabili. Eftir frábæra byrjun í öllum keppnum hefur hins vegar hraðlestin hans Jose Mourinho hikstað að undanförnu.
Manchester United 4:0 Everton
Það var enginn Ander Herrera í byrjunarliðinu, en Ashley Young hélt sæti sínu en þurfti að færa sig yfir í vinstri bakvörðinn.
Í liði Everton var hins vegar ein breyting sem kom á óvart, Sandro Ramirez var ekki með en Wayne Rooney var treyst fyrir að vera fremsti maður
Leikurinn var varla byrjaður þegar United var komið yfir. United sótti og Everton bakkaði alltof alltof mikið. Nær allir Everton menn voru inni í teig þegar Matić fékk boltan rétt utan vítateigshorns vinstra megin, hann gaf boltann í sveig óáreittan þvert fyrir teiginn, sendingin skoppaði einu sinni og var í hnéhæð þegar Antonio Valencia smellihitti hann og skoraði, óverjandi fyrir Jordan Pickford.