Eftir gríðarlega erfiðan úrslitaleik, þar sem Southampton mætti bæði vel stemmt og skipulagt inn í leikinn, náði Manchester United að landa sigri og vinna fyrsta bikarinn sem í boði var á þessu tímabili. Þar með varð José Mourinho fyrsti knattspyrnustjóri í sögu Manchester United sem vinnur titil á sínu fyrsta ári. Manchester United var á löngum köflum lakari aðilinn í leiknum en náði samt að seiglast í gegnum leikinn án þess að lenda undir. Að lokum voru það gæðin og hungrið í einum manni, Zlatan Ibrahimovic, sem skildu liðin að.
Enska deildarbikarkeppnin
Úrslitaleikur á Wembley
Það er komið að úrslitaleik um fyrsta bikar tímabilsins. Þangað er Manchester United mætt og stefnir að sjálfsögðu á sigur. En það verður ekki auðvelt. Southampton er sterkt lið sem er, ólíkt Manchester United, taplaust í þessari keppni á tímabilinu. Sigur skiptir miklu, það væri sterk yfirlýsing frá Mourinho og hans mönnum að vinna fyrsta bikar vetursins auk þess sem bikarsigrar geta gefið liðum aukið sjálfstraust fyrir framhaldið, bæði á þessu tímabili og því næsta.
Hull City 2:1 Manchester United
Ef markmiðið var að klára þetta einvígi með því að leggja sem minnst í seinni leikinn þá heppnaðist það ágætlega hjá leikmönnum Manchester United í kvöld. Frammistaðan var ekki öflug en þó nógu öflug til að duga Manchester United til að bóka miða í úrslitaleikinn á Wembley.
Byrjunarliðið hjá Manchester United í kvöld var þannig skipað:
Varamenn: Romero, Fosu-Mensah, Shaw, Fellaini (90+1′), Mata, Mkhitaryan, Rooney (79′)
Seinni undanúrslitaleikurinn gegn Hull
Manchester United er aðeins 90 mínútum[footnote]nema Hull taki upp á því að vinna seinni leikinn 2-0, þá fáum við fleiri mínútur[/footnote] frá því að komast í fyrsta úrslitaleikinn sem er í boði á árinu, frá því að ná í miða á Wembley til að keppa um deildarbikarinn. Liðið hefur ekki komist í úrslitaleikinn í þessari keppni síðan 2010 þegar það vann bikarinn með sigri á Aston Villa. Af þeim 18 sem skipuðu leikmannahóp Manchester United þann dag eru aðeins þrír leikmenn enn hjá félaginu (Rooney, Carrick og Valencia).