Árið 2017 er rétt byrjað en við sem styðjum Manchester United erum strax farin að finna sætan ilm af bikar í loftinu. Í það minnsta er liðið í algjöru dauðafæri að koma sér í úrslitaleik og það er alltaf gaman. Keppnin er kannski ekki sú stærsta eða merkilegasta en sigur í henni væri yfirlýsing frá Mourinho og strákunum hans og gott búst fyrir restina af tímabilinu. Auk þess sem líklegasti sigurvegarinn í hinni undanúrslitaviðureigninni er einn helsti erkifjandi og lið sem alltaf er gaman að vinna á vellinum. Andstæðingurinn í þetta skipti er hins vegar Hull City og að venju er spilað heima og að heiman í undanúrslitum keppninnar. Fyrri leikurinn er á Old Trafford annað kvöld og hefst klukkan 20:00.
Enska deildarbikarkeppnin
Manchester United 4:1 West Ham United
Eftir frústrerandi vikur í deildinni var kominn að öðrum leik í miðri viku, öðrum leik í annarri keppni. Mourinho fékk þær fréttir seinni partinn á leikdegi að hann fengi einn leik í bann eftir brúsasparkið og tæki bannið út í þessum leik. Það stoppaði hann þó ekki í að tefla fram sterku byrjunarliði í leiknum.
Henrikh Mkhitaryan var aftur kominn í byrjunarliðið, sem og Martial og Wayne Rooney. Carrick hafði jafnað sig af meiðslunum svo það kom ekki til þess að Bastian Schweinsteiger byrjaði leikinn. Þjóðverjinn var þó til taks á bekknum.
West Ham kemur aftur í heimsókn
Here we go again… Annan leikinn í röð mætir United West Ham á Old Trafford. Eftir gríðarlega svekkjandi jafntefli í deildarleiknum um síðustu helgi mætum við West Ham í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Til viðbótar við United og West Ham eru Liverpool, Hull, Arsenal og Southampton liðin sem eftir eru í bikarkeppninni.
Áður en við hefjum umræðuna um leikinn í kvöld þá langaði mig að spyrja ykkur, eruð þið búin að taka eftir hinu nýja stórglæsilega útliti vefsíðunnar? Sigurjón er búinn að vinna hörðum höndum að koma því í loftið og ætla ég því að biðja ykkur um að klappa smá fyrir kappanum *klapp* *klapp* *klapp*.
Manchester United 1:0 Manchester City
Það voru margir sem óskuðu þess að sjá Mkhitaryan byrja leikinn gegn Manchester City. En það var ekki í spilunum. Ekki aðeins var Mkhitaryan utan byrjunarliðs heldur var hann ekki einu sinni í hópnum. Og það þrátt fyrir að hafa sést með leikmannahópi Manchester United sem stimplaði sig inn á Lowry hótelið fyrir leik. Svo hafi hann ekki náð að meiðast með einhverjum hætti á hótelinu þá getur maður ekki annað en velt fyrir sér hvort það sé hreinlega eitthvað í gangi með Mkhitaryan og hvort Mourinho treysti honum ekki til að spila. Vonandi er það ekki málið en þetta er farið að líta grunsamlega út.
Stór leikur í lítilli keppni – Manchester City kemur aftur í heimsókn
Klukkan 19:00 annað kvöld fer fram óvenju þýðingarmikill leikur í annars heldur þýðingarlítilli keppni þegar nágrannarnir í Manchester City koma í heimsókn á Old Trafford. Þótt báðum liðum sé líklega nokk sama um EFL bikarinn sem slíkan þá munu þau samt koma inn í þennan leik í leit að langþráðum sigri. Stjórarnir eru undir pressu, leikmenn þurfa að stíga upp, það hefur verið að safnast upp pirringur meðal stuðningsmanna liðanna, blöðin hafa kjamsað á óförum síðustu vikna (reyndar töluvert meira United megin) og hlátrasköll stuðningsmanna annarra liða, sem velta sér upp úr hæðnisfullri Þórðargleði, bergmála í eyrunum. Nú er tíminn til að draga fram sokkaskúffurnar og korktappana, nú er tíminn til að byrja að svara almennilega fyrir sig. Það er komið að næsta stóra prófi Manchester United, endurtektarprófi gegn ljósbláklæddum leikmönnum Pep Guardiola. Bring it on!