Það var kannske ekki fallegt varnarlega séð, en sigurinn gegn Wolves á fimmtudaginn var þegar upp var staðið, stórkostlegur! Enn og aftur virðist sem United hafi snúið gæfunni sér í hag og reynslan í vetur kennir okkur að gera ekki ráð fyrir neinu. Á morgun kemur svo óumdeildasti stjóri United síðustu 10 árin í heimsókn á Old Trafford: Við erum öll sammála um að David Moyes var versti stjóri United frá því að Sir Alex lét af störfum! Hann hefur ekkert hatað að gera United grikk síðan þó að aðeins einn sigur hafi unnist undir hans stjórn á Old Trafford síðan. Leikurinn á morgun verður sá þrítugasti og fjórði gegn United eftir hann fauk sem stjóri United, eftir að hafa stýrt United, jú, í þrjátíu og fjórum leikjum.
West Ham liðið sem hann kemur með eru á undan United í töflunni og engu að síður hafa stuðningsmenn þar ekki verið fyllilega ánægð með Moyes. En munurinn er bara eitt stig og á morgun getur United klifrað upp í sjötta sætið, byggt á leiknum gegn Wolves og reynt að koma þessu tímabili í gang núna þegar meiðslavandræðin eru að rjátlast af liðinu
Enska úrvalsdeildin
Wolves 3:4 Manchester United
Erik ten Hag skellti í tvær breytingar frá liðinu sem vann Newport County í bikarnum um helgina. Marcus Rashford kom á vinstri kantinn og Garnacho flutti sig yfir á þann hægri í fjarveru Antony. Onana kom svo svellkaldur frá Afríkumótinu og Bayindir settist á tréverkið.
Á bekknum voru þeir: Bayindir, Wan-Bissaka, Evans, Forson, Antony, Amad Diallo, Kambwala, Maguire, McTominay og Eriksen.
Wolves á morgun
Eftir „vetrarfríið“ er heil umferð nú í miðri viku. United heldur til Miðlandanna þar sem Wolverhampton Wanderers bíða. Ekki er það nú alveg skemmtileg tilhugsun en sigur Wolves lyftir þeim yfir United í töflunni þannig það má ekkert út af bera. Í síðustu fjórum leikjum á útivelli í deild, hafa United skorað eitt mark og fengið eitt stig, reyndar gegn Liverpool. Svo er mánuður síðan síðasti leikur af þessum átti sér stað og nú er meiðslastaðan ansi miklu skárri. Það er því lítið um afsakanir lengur. Það mest spennandi fyrir uppstillinguna á morgun er hvort Marcus Rashford fari inn í liðið. Samkvæmt Ten Hag er stóra út-á-djammið málið búið þannig það er allt eins líklegt. Það er ekki eins og mark og stoðsending gegn D-deildarliði eigi að tryggja Anthony sætið
Manchester United 2:2 Tottenham Hotspur
Lið United í leiknum
Varamenn: Bayindir, Heaton, Martinez(63′), Kambwala, Casemiro, McTominay (58′), Antony, Pellistri, Forson
Lið Spurs:
Fyrsta sókn United gaf fyrsta markið, Onana henti út á Garnacho sme gaf á Bruno, hann gaf langan bolta á Rashford sem lék inn í teiginn, reyndi að komast í færi, lenti á Udogie en boltinn barst til Rasmus Höjlund sem lé aðeins til hliðar og hamraði boltanum í þaknetið. 1-0 á þriðju mínútu, frábært mark.
Spurs koma í heimsókn
Fyrst deildarleikur ársins er á morgun þegar Tottenham Hotspur koma í heimsókn á Old Trafford. Arfaslakur desembermánuður okkar manna olli því að United situr í 9. sæti þegar þetta er skrifað og gæti fallið um eitt ef Newcastle vinnur City núna. Tottenham er hins vegar í fimmta sæti og áttu mun betri mánuð eftir smá hark þar á undan.
United vann þó skyldusigur á Wigan á mánudaginn var og Spurs sömuleiðis á heimavelli gegn Burnley og eru bæði lið komin áfram í bikarnum. Álfukeppnirnar setja sinn svip á leikinn, Spurs eru með Son Heung-min á Asíumótinu og Pape Sarr og Yves Bissouma á Afríkumótinu. Sofyan Amrabat er farinn til Fílabeinsstrandarinnar en Andre Onana leikur á morgun fyrir United og fer svo. Meiðslavandræðum liðanna er sömuleiðis misskipt: James Maddison, Davies, Cristian Romero, Manor Solomon, Veliz og Ivan Perisic eru allir meiddir hjá Spurs en hjá United eru Casemiro, Lisandro Martínez, Luke Shaw, Antony, Amad Diallo og Christian Eriksen allir komnir til baka og gætu flestir verið með á morgun