United, liðið sem gerir hið einfalda flókið, hið auðvelda erfitt, og hið erfiða ómögulegt
Liðið sem Ten Hag stillti upp leit svona út
Varamenn: Bayindir, Eriksen (72.), Amad (90+4.), Antony(66.), Forson (103.), Amass, Ogunney, Jackson, Wheatley.
Willy Kambwala er meiddur og því allar líkur á að Casemiro frekar en McTominay fari í miðvörðinn. Það er vonandi að framherjar Coventry séu ekki of fljótir
United setti í gír frá upphafi, pressaði Coventry alla leið inn í teig og þegar Coventry hreinsaði unnu þeir boltann sem endaði á langri sendingu fram, skalli Bruno og Garnacho var kominn í færi en hitti ekki boltann og hann lak útaf. Þetta var áfram mynstur leiksins. Stök gagnsókn Coventry sem sjaldnast náði teignum en Unitedliðið sló upp tjaldbúðum við vítateig Coventy og vantaði bara að stilla upp í góða Kaíró til að þetta yrði eins og í handboltaleik.